Fara í innihald

Austurgermönsk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Austurgermönsk mál er einn flokkur germanskra mála. Til hans telst meðal annarra gotneska, sem er eina austurgermanska málið sem varðveitt er í rituðum heimildum. Gotneska er nú hvergi töluð. Rygir, Vandalir og Búrgundir eru ennfremur taldir hafa mælt mál á þessari grein.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?“. Vísindavefurinn 29.9.2000. http://visindavefur.is/?id=949. (Skoðað 5.3.2012).


  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.