Fara í innihald

Gotareynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gotareynir

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Tegund:
S. teodorii

Tvínefni
Sorbus teodorii
Liljefors

Gotareynir er reynitegund.

Gotareynir verður að 2 m. hár. Blöðin eru fjöðruð, og endasmáblaðið er stærra en hin, og þrískift. Blómin eru gulhvít í hálfsveip. Berin eru rauð. Hann er einn af mörgum apomitic (með geldæxlun) smátegundum á Norðurlöndunum og mjög líkur norsku tegundinni Strandreyni (Sorbus meinichii).[1]

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Gotareynir er útbreiddur í Svíþjóð (Gotlandi, Suðurmannalandi og Upplönd), Finnlandi (Åland) og Lettlandi (Staldzene í Ventspils héraði)[2]. Margir grasafræðingar vilja ekki telja gotareyni sem sjálfstæða tegund, heldur til strandreynis (S. meinichii). Aðrir, svo sem Salvesen (2011)[3], telja að báðir skiftist niður í fleiri örtegundir sem hafi komið fram óháð hver annarri.

Tegundarnafnið teodorii er til heiðurs Uppsalaprófessornum Teodor Hedlund (1861-1953).[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 http://linnaeus.nrm.se/flora/di/rosa/sorbu/sorbteo.html | titill=Avarönn | sótt=2015-08-05 | útgefandi=Den virtuella floran
  2. A. Mitchell; Þýtt af I. Gjærevoll (1977). Trær i skog og hage. Tiden. bls. 278. ISBN 82-10-01282-7.
  3. P.H. Salvesen. „Rogn og asal (slekten Sorbus) i Arboretet på Milde: – Del 2. Norske spesialiteter“. Årringen. () (2011): 15da bindi, síða 94–96.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.