Fara í innihald

Gljáþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gljáþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Tegund:
A. mariesii

Tvínefni
Abies mariesii
Mast.
Samheiti

Pinus mariesii (Mast.) Voss
Abies mariesii f. hayachinensis Hayata

Gljáþinsbarr

Gljáþinur (Abies mariesii, á japönsku, オオシラビソ eða アオモリトドマツ, Oh-shirabiso, eða Aomori-todomatsu) er þintegund ættuð úr fjöllum mið og norður Honshū, Japan. Hann vex 750 til 1,900 metra hæð á norður Honshū, og 1,800 til 2,900 m á mið Honshū, alltaf í tempruðum regnskógum með mikilli úrkomu og svölum, rökum sumrum, og mjög mikilli snjókomu á vetrum.

Þetta er meðalstórt sígrænt tré, um 15 til 30 metra hátt, með stofnþvermál að 0.8 metrar, smærra og stundum runnkenndur við trjálínu. Barrið er nálarlaga, flatt, 1.5 til 2 sm langt og 2 mm breitt og 0.5 mm þykkt, matt dökk grænt að ofan, og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan, og lítið eitt sýlt í endann. Barrið er í spíral eftir sprotanum, en það er breytilega undið neðst svo þau liggja flöt til hvorrar hliðar og ofan á sprotanum, með engin undir. Sprotarnir eru rauðgulir með þéttri lauelskenndri hæringu. Könglarnir eru 5 til 11 sm langir og 3 til 4 sm breiðir, dökk purpurabláir fyrir þroska; hreisturblöðkurnar eru stuttar, og faldar í lokuðum könglinum. Vængjuð fræin losna er köngullinn sundrast við þroska um 6 til 7 mánuðum eftir frjóvgun.

Gljáþinur er náskyldur silfurþini A. amabilis frá Kyrrahafsströnd Norður Ameríku, sem greinist frá gljáþin með aðeins lengra barri 2 til 4.5 sm og lengri könglum: 9 til 17 sm langir.

Gljáþinur er nefndur eftir enska plöntusafnaranum Charles Maries (1851–1902), sem kom með tegundina til Bretlands 1879.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Katsuki, T.; Zhang, D.; Rushforth, K. (2013). Abies mariesii. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42291A2970199. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42291A2970199.en. Sótt 20. nóvember 2021.
  2. James Herbert Veitch (2006). Hortus Veitchii (reprint. útgáfa). Caradoc Doy. bls. 80. ISBN 0-9553515-0-2.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.