Fara í innihald

Steinadalsheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.

Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.

Á Þorláksmessu árið 1929 varð ungur maður úti á Steinadalsheiði, eftir að hafa lent í snjóflóði á Brekkudal, sem liggur að heiðinni að vestan.