Gervitauganet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Svona er uppbyggingin á einföldu gervitauganeti. Taugafrumur lesa inn gögn og virkja þá eða slökkva á næstu röð taugafrumna.

Gervitauganet (e. artificial neural network) er kerfi í tölvum sem fellur undir gervigreind og byggir á svipuðu skipulagi og líffræðilegt tauganet þar sem margar taugafrumur eru tengdar mörgum öðrum taugafrumum. Þessar frumur virkja hvora aðra, en gera það með missterkum tengingum. Tauganet getur með aðeins nokkrum taugafrumur getur innihaldið margar tengingar, þess vegna getur tauganet hratt orðið flókið. Gervitauganet les inn gögn, gögnin virkja taugafrumur sem virkja aðrar taugafrumur, og þannig áfram þar til að gervitauganetið spýtir út niðurstöðum. Gervitauganet eru fær um að læra, þau þjálfast með því að lesa inn mikið af gögnum og gera í hvert sinn smávægilegar breytingar á styrk tenginganna. Með þessu móti er gervitauganet fært um t.d. að þekkja myndir. Það getur t.d. flokkað mynd eftir því hvort á henni sé köttur eða ekki, bara með því að hafa séð þúsundir mynda af köttum áður.

Gervitauganet eru mjög góð í ákveðnum verkefnum, svo sem að greina myndir, að greina talað mál, þýðingar, og að spila tölvuleiki.

Saga gervitauganeta[breyta | breyta frumkóða]

Það voru Warren McCulloch og Walter Pitts sem árið 1943 skrifuðu fyrstu fræðigreinina um gervitauganet, sem var jafnframt fyrsta fræðigreinin um gervigreind.

Marvin Minsky og Dean Edmonds byggðu fyrstu gervitauganetstölvuna, SNARC-vélina, árið 1951 úr 3.000 lömpum og afgangssjálfstýringu úr B-24 sprengjuflugvél. Tölvan hafði 40 gervitauganetsfrumur (sellur).

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.