Fara í innihald

Lampi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Venjulegur skrifborðslampi úti í garði

Lampi er heimilistæki sem gefur frá sér ljós. Loftljós er vissulega lampi, en oftast er talað um lampa í merkingunni færanlegur standlampi sem lýsir upp lítið einangrað svæði. Áður en rafmagnið kom til voru samt ljósgjafar sem hengu niður úr lofti einnig nefndir lampar, sbr. að olíulampar sem festir voru við loftið nefndust hengilampar en færanlegir lampar voru þá nefndir ganglampar (eða skjöktlampar). Lampar nútímans eru þó flestir með rafmagnssnúru, sem er fest í innstungu, þannig að lítið er hægt að ganga um með slíka lampa. Þannig að þegar talað er um lampa er oftast átt við slíka sem staðið geta á borði (borðlampi) eða gólfi (gólflampi), og er hægt að færa til eins langt og snúran nær. Einnig er algengt að lampar standi á náttborðum og séu notaðir þegar lesin er bók fyrir svefninn (náttlampi).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.