Game of Thrones (sjónvarpsþættir)
Game of Thrones er bandarísk þáttaröð framleidd af HBO. Hún er byggð á bókunum A Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin og þar heitir fyrsta bókin A Game of Thrones. Fyrsta þáttaröðin er byggð á þessari bók, önnur á bókinni A Clash of Kings. Sú þriðja verður byggð á fyrri hluta bókarinnar A Storm of Swords. Þættirnir eru ekki alveg eftir bókunum, heldur eru bækurnar aðeins notaðar sem viðmið.
Þáttaröðin er tekin upp að mestu leyti í kvikmyndatökuveri í Belfast en er einnig tekin upp í Norður-Írlandi, Króatíu, Möltu og á Íslandi.
Fyrsta serían var frumsýnd 17. apríl 2011 í Bandaríkjunum og er nú byrjað að sýna aðra seríuna. Hvor sería um sig er tíu þættir og var önnur serían frumsýnd 1. apríl 2012 í Bandaríkjunum og aðeins einum degi seinna á Íslandi á Stöð 2. Níu dögum eftir frumsýningu annarrar seríu var samið um þá þriðju. Fyrsta sería Game of Thrones hefur fengið gríðarlega góðar móttökur og hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, meðal annars Framúrskarandi dramatíska þáttaröð á Emmy-verðlaunahátíðinni og Besta sjónvarpssería í dramaflokki á Golden Globe-hátíðinni. Á báðum þessum hátíðum vann Peter Dinklage (Leikari, Tyrion Lannister) besta leikara í aukahlutverki. Þáttaröðin var einnig tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir frábært val á leikurum í dramaþáttaröð og vann verðlaun fyrir flokkinn flottasta inngang þáttaraða.
Þættirnir gerast í Sjö ríkjum Westeros og fylgja nokkrum söguþráðum sem allir tengjast. Heimurinn líkist Evrópu miðalda og fjalla um baráttunna um konungsdæmið. Aðalsfjölskyldur heimsins sjá um sína landshluta, Stark-fjölskyldan býr í Winterfell og sér um norðrið. Konungurinn Robert Baratheon býr í Kings Landing. Hinum megin við „The Narrow Sea“ búa systkinin Viserys og Daenerys Targaryen, síðustu afkomendur fyrrverandi konungs. Daenerys giftist Khal Drogo, foringja Dothraki ættbálksins. Að lokum er veggurinn, sem verndar þessi ríki frá því sem leynist handan. En þar eru svartstakkar sem verja vegginn. Allar þessar fjölskyldur og allir þessir staðir fléttast saman og mynda söguþráð þáttanna.
Persónur
[breyta | breyta frumkóða]Eddard Stark eða Ned Stark (Sean Bean) er lávarður yfir bænum Winterfell og verndari norðursins. Hann er þekktur fyrir stolt sitt og réttlætiskennd og er ráðinn sem hönd konungsins eftir dauða Jons Arryns, fyrrverandi handar. Catelyn Stark (Michelle Fairley) er eiginkona Eddards Starks. Faðir hennar er lávarður Riverlands og yngri systir hennar er Lysa Arryn (Kate Dickie), eiginkona Jons Arryns. Catelyn og Eddard Stark eiga saman fimm börn, Robb Stark (Richard Madden), Sansa Stark (Sophie Turner), Arya Stark (Maisie Williams), Bran Stark (Isaac Hempstead Wright) og Rickon Stark (Art Parkinson). Auk þeirra á Ned einn son með annarri konu sem heitir Jon Snow (Kit Harington).
Robert Baratheon (Mark Addy) varð konungur eftir að hafa leitt uppreisn gegn Aerys Talgaryen, geðbilaða konunginum. Robert var trúlofaður systur Neds, Lyönnu Stark, sem lést í uppreisninni. Hann giftist þá Cersei Lannister (Lena Headey) og þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Joffrey Baratheon (Jack Gleeson). Ned Stark kemst hins vegar að því að öll þrjú börn Roberts Baratheon og drottningarinnar Cersei Lannisters voru getin af tvíburrabróður hennar Jamie Lannister (Nikolaj Coster-Waldau). Tyrion Lannister (Peter Dinklage) er yngri bróðir Cersei og Jamies. Hann er dvergur og þó hann sé ekki líkamlega sterkur, þá býr hann yfir mikilli kænsku og fróðleik.
Systkinin Viserys Targaryen (Harry Lloyd) og Daenerys Targaryen (Emilia Clarke) eru börn fyrrum konungsins Aerys Targaryen. Þegar faðir þeirra var myrtur flúðu þau Kings Landing og settust að í bænum Essos, sem er staðsettur handan sjávarins. Viserys giftir systur sína stríðshöfðingjanum Khal Drogo (Jason Momoa) í skiptum fyrir her til þess að hjálpa honum að endurheimta krúnuna.
Aðrar persónur sem koma fyrir eru Samwell Taryl (John Bradley) og Theon Greyjoy (Alfie Allen), sem Jon Snow kynnist þegar hann ákveður að ganga í lið við menn næturvaktarinnar. Sandor „The Hound“ Clegane (Rory McCann) er lífvörður prinsins, Joffreys. Petyr „Littlefinger“ Baelish (Aidan Gillen) og Varys (Conleth Hill) eru ráðgjafar konungsins og jafnframt handarinnar. Yngri bróðir Roberts Baratheon er Renly Baratheon en sá eldri er Stannis Baratheon. Jorah Mormont (Iain Glen) er riddari sem lagður var í útlegð og hann sver að hjálpa systkinunum Viserys og Daenerys að komast til valda.
Lýsingar á þáttunum.
[breyta | breyta frumkóða]Þáttur 1
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsti þáttur heitir Winter Is Coming en í þessum þætti eru aðalpersónur / ættir þáttanna kynntar til sögunnar. Stark-ættin er búsett norðanlega í sameinuðu ríkjunum sjö sem mynda eitt stórt konungsríki og búa í borg sem heitir Winterfell en þau eru fyrst til að vera kynnt til sögunnar þegar liðhlaupi kemur frá „The nights watch“ inn á þeirra land. Þegar Hann er handsamaður er það herra Eddard (Ned) Stark sem framfylgir dómnum. Þegar hann ásamt fylgdarliði sínu kemur heim þá fréttir hann frá konunni sinni Catelyn að lærfaðir hans (Jon Arryn) hafði dáið í höfuðborginni King's Landing og að kongurinn Robert sé á leiðinni til Winterfell. Þegar konungurinn kemur til Winterfell sést að hann og Ned eru góðir vinir. Kona konungsins Carsei og aðrir meðlimir Lansister-fjölskyldunnar komu með Robert til Winterfell, þar á meðal tvíburabróðir hennar Jamie, dverg bróðir hennar Tyrion og tólf ára sonur hennar, erfingi krúnunnar Joffrey. Í öðrum heimshluta eru kynnt til sögunnar systkinin Viserys Targaryen og Daenery en Viserys hyggst vinna krúnuna frá Robert með því að gifta systur sína Dothraki ættbálkar höfðingjanum Khal Drogo en fá í staðinn her hans í lið við sig. Daenery fær þrú steingerð drekaegg í gjöf.
Þáttur 2
[breyta | breyta frumkóða]Annar þáttur heitir The Kingsroad. Örlög Brans eru enn óráðin. Hann er á lífi en meðvitundarlaus og það virðist ólíklegt að hann muni nokkurn tíman ganga aftur þó hann vakni. Ned fer af stað til King's landing með dætur sínar tvær Aryu og verðandi brúði Joffrey Sönsu, á meðan Catelyn verður eftir til að hugsa um Bran. Jon Snow, bastarða sonur Neds Starks heldur norður til að ganga til liðs við Night‘s Watch, bræðralag sem verndar vegg sem skilur norðið af við suðurlöndin. Tyrion ákveður að fara með honum til veggsins. Catelyn byrjar að gruna að Bran hafði verið kastað úr turninum.
Á meðan reynir Viserys að læra að þóknast eiginmanni sínum Khal Drogo og tekst það í lok þáttarins.
Þáttur 3
[breyta | breyta frumkóða]Þriðji þáttur heitir Lord Snow. Þegar Ned Stark kemur til King's Landing fær hann að vita að konungsríkið er í mikklum skuldum vegna siðlausar eyðslu konungsins. Catelyn ákveður að fara á eftir Ned Stark til að segja honum frá grunsemdum sínum um að Lanister-fjölskyldan hafi tekið þátt í falli Brans. Cersei og Jamie eru hrædd um hvað Bran gæti munað en hann segist ekki muna neitt. Ned Stark leyfir dóttir sinni Aryu að læra á sverð en tekið er fram í þessum þætti að vetur getur komið á nokkra ára fresti og staðið yfir í mörg ár en með vetrinum fylgja miklir hryllingar og verur sem allir hræðast.
Jon Snow æfir sig við vegginn sem skilur að norðið og ríkin sjö á meðan Daenerys rífst við bróður sinn og kemst að því að Dothraki ættbálkurinn virðir hana sem eina af sínum eigin og verndar hana gegn bróður sínum. Hún lærir einnig tungumál þeirra. Síðar í þættinum kemst hún svo að því að hún er ólétt.
Þáttur 4
[breyta | breyta frumkóða]Fjórði þáttur heitir Crpples, Bastards and Broken Things. Ned Stark leitar að bók sem lærfaðir hans Jon Arryn hafði verið að skoða og finnur út frá henni einn af bastörðum Roberts. Robert heldur burtreiðar til fögnuðar þess að Ned tók stöðunni sem hönd konungsins. Á meðan reynir Jon Snow að vernda Samwell frá frekari niðurlægingu hjá veggnum. Viserys tekst á við systur sína í Vaes Dothrak. Catelyn tekur til sinna ráða og Tyrion Lanister lendir á röngum stað á röngum tíma.
Þáttur 5
[breyta | breyta frumkóða]Fimmti þáttur heitir The Wolf and the Lion. Fréttir af sambandi Daenerys og Khal Drogo verður til þess að Robert sendir árásarmann til þeirra áður en Ned tekst að tala hann út úr því sem verður til þess að þeir enda ósáttir. Tyrion Lannister er enn fangi Catelyn og þrátt fyrir að hafa hjálpað henni fær hann kaldar viðtökur frá systur hennar í Eyrie en hún er ekkja Jon Arryns. Arya heyrir menn tala um að losa sig við föður hennar.
Þáttur 6
[breyta | breyta frumkóða]Sjötti þáttur heitir A Golden Crown. Ráðinn aftur sem hægri hönd konungsins situr Ned Stark í hans stað á Járnkrúnunni á meðan Robert fer að veiða og tekur afdrifamikla ákvörðun á meðan því stendur sem gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir konungsríkið. Joffrey biður Sönsu afsökunar. Tyrion Lannister játar „glæpi sína“ í Eyrie og biður um réttarhöld í gegnum slagsmál þar sem, ef hann vinnur mun hann vera frjáls en ef ekki þá munu örlög hans vera í höndum Lysu. Viserys fær það sem hann á skilið fyrir Daenerys frá Drogo.
Þáttur 7
[breyta | breyta frumkóða]Sjöundi þáttur heitir You Win or You Die. Jon Snow tekur eiðinn til að verða einn af varðmönnum veggjarins, með hugann við Benjen sem týndist handan hans. Ned segir Carsei frá því að hann viti Af hverju Jon Arryn dó og Tywin hvetur Jamie til að verða að manninum sem honum var ætlað að vera á meðan þeir undirbúa sig fyrir orrustu. Robert sem kenur til baka úr veiðum særður gerir ráðstafanir sem ættu eftir að breita gangi mála í King's Landing. Reynt er að myrða Daenerys og Drogo tekur þess eyð að vinna aftur ríkin sjö fyrir hana.
Þáttur 8
[breyta | breyta frumkóða]Áttundi þáttur heitir The Pointy End. Nýr konungur tekur við af Robert og Lannister-ættin sýnir yfirburði sýna yfir Stark-ættinni. Arya flýr höllina en Sansa verður eftir með föður sínum. Robb kallar her föður síns saman og stefnir suður í stríð. Jon Snow og verðirnir við vegginn kynnast nýjum hættum á meðan Daenerys tekur afdrifaríka ákvörðun.
Þáttur 9
[breyta | breyta frumkóða]Níundi þáttur heitir Baelor en í honum tekur Ned afdrifamikla ákvörðun á meðan Robb nælir sér í verðmætann stríðsfanga. Joffrey sýnir sitt sanna andlit og Arya heldur sig á götum King's Landing en Daenerys fer í gegnum þraut raun.
Þáttur 10
[breyta | breyta frumkóða]Tíundi þáttur heitir Fire and Blood. Grimmd konungsins rýs í suðri og Arya leggur af stað norður með hjálp vaktmanns frá veggnum en Jon Snow tekur mikilvæga ákvörðun og Daenerys gengur í gegnum erfiðleika. Robb fær nýjan titil og Tyrion fær loks viðurkenningu föður síns.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Game of Thrones (sjónvarpsþættir, 1. þáttasería)
- Game of Thrones á Internet Movie Database
- Fyrirmynd greinarinnar var „Game of Thrones (TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. apríl 2012.