Fara í innihald

Krúnuleikar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Game of Thrones)
Krúnuleikar
HöfundurGeorge R.R. Martin
Upprunalegur titillA Game of Thrones
ÞýðandiElín Guðmundsdóttir
LandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
TungumálEnska
RitröðSöngur um ís og eld
ÚtgefandiBantam Spectra (í Bandaríkjunum)
Ugla útgáfa (á Íslandi)
Útgáfudagur
6. ágúst 1996
Síður870
ISBNISBN 9789935210241
FramhaldKonungar kljást 

Krúnuleikar (enska: A Game of Thrones) er skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn George R.R. Martin.

Sagan gerist í tilbúnum heimi sem er þó líkt miðaldasamfélagi í Evrópu og Rósastríðunum á 15. öld. Vetur og sumur skiptast ekki reglubundið á heldur geta varað árum saman. Töfrar og yfirnáttúrulegar verur eru hluti af heiminum. Sagan gerist að mestu á meginlandinu Westeros. Í margar aldir var Westeros samsett úr sjö sjálfstæðum konungsríkjum sem núna eru undir einni krúnu og er stýrt frá höfðuborginni Konungsvellir.

Game of Thrones er fyrsta bindi í bókaflokknum Söngur um ís og eld. Bókin kom fyrst út 6. ágúst 1996. Bókin vann Locus-verðlaunin árið 1997 og var tilnefnd til Nebula-verðlaunanna 1998 og World fantasy-verðlaunanna árið 1997. Í janúar 2011 komst bókin inn á New York Times listann yfir mest seldu bækurnar og náði fyrsta sæti listans í júlí 2011. Bókin er 73 kaflar og 804 blaðsíður (704 blaðsíður innbundin). Í bókinni eru þrír söguþræðir raktir samtímis, þar á meðal ættirnar í Westeros (houses of Westeros), Veggjarins og Targaryen-söguþráðurinn. Fyrsti söguþráðurinn gerist í hinum sjö ríkjum Westeros (Seven Kingdoms of Westeros) Gefin hafa verið út spil, borðleikir og hlutverkaleikir tengt efni bókarinnar og þann 17. apríl 2011 var frumsýndur fyrsti þátturinn í nýrri sjónvarpsþáttaröð á HBO sem heitir Game of Thrones.

Klis vígið í fyrstu þáttaröðinni

Nafn bókarinnar kemur frá orðum einnar sögupersónunnar en í bókinni sakar Eddard Stark Cersei Lannister um svik, sifjaspell og framhjáhald og hún játar því og hún við hann: „Þegar þú leikur leikinn um krúnurnar, þá vinnur þú eða deyrð, það er ekkert þar á milli“.

Fyrsti söguþráður í hinum sjö ríkjum Westeros[breyta | breyta frumkóða]

Bókin hefst þegar Eddard Stark (Ned) lávarði er í Winterfell, sem er heimili forfeðra hans og kallast House Stark. House Stark ræður yfir norðrinu. Stark fjölskyldan er heiðvirð fjölskylda í hinum hefðbundnu „sjö ríkjum“. Sjö ríkin eru nú sameinuð undir einum konungi síðan tími drekanna leið undir lok og allir telja að þeir séu útdauðir. Robert Baratheon er konungur og hann situr í járnhásæti sem er mótað er af þúsund sverðum sem eru brædd og barin saman undir eldi úr andardrætti dreka. Snemma í sögunni verður Lávarður Eddard Stark (Ned), sem lávarður norðursins og fyrir hönd sjö ríkjanna að dæma og taka af lífi mann sem hafði stungið af frá næturvaktinni á veggnum, með syni sína sem vitni. Á leiðinni heim til Winterfell, uppgötva synir Eddards sex ylfinga og fær hvert af börnum Eddards einn ylfing. Úlfar eru einmitt merki Starkættarinnar. Eftir að Jon Arryn, sem er hönd kóngsins deyr, heimsækir Robert Baratheon konungur Eddard til Winterfell með drottninguna og fylgdarlið. Vegna þess að þeir eru gamlir vinir og börðust saman fyrir krúnuna áður fyrr biður Robert Baratheon Eddard Stark um að verða hönd konungsins. Eddard samþykkir það, þó að innsæi hans segi annað og á sama tíma lofar hann konu sinni Lafði Catelyn Stark að rannsaka dauða Jons Arryn, sem hafði verið hönd konungs, sem gæti hafa orðið eitri að bráð vegna pólitísks ráðabruggs sem Cersei Lannister drottning og valdamiklu fjölskyldu hennar Lannisterættin áttu þátt í.

Áður en Stark fjölskyldan leggur af stað til King's Landing í suðri, slasast sonur Eddards alvarlega þegar Jaime Lannister reynir að drepa hann vegna þess að hann verður óvart vitni að sifjaspelli milli Jaime og tvíburasystur hans Cersei. Bran lifir af en er í dái og seinna kemur í ljós að hann er lamaður fyrir neðan mitti. Það verður til þess að hann verður eftir með yngri bróður sínum. Á meðan hann er að jafna sig reynir leigumorðingi að drepa hann en úlfurinn hans Summer bjargar honum ásamt móður hans.

Catelyn gerir sér grein fyrir því að eiginmaður hennar er í hættu í King's Landing. Hún ákveður að fara huldu höfði og leggur af stað til að vara eiginmann sinn við. Hún skilur elsta son sinn Robb Stark eftir til að stjórna sem lávarður af Winterfell. Þegar Catelyn kemur til King's Landing er hún færð á fund með Petyr Baelish eða litla putta. Hann var hrifinn af henni þegar hann var yngri. Hann ber kennsl á rýtinginn sem var notaður til þess að reyna að myrða Bran og segir henni að Tyrion Lannister eigi rýtinginn. Petyr Baelish sér svo til þess að Catelyn geti hitt Eddard í leyni. Þegar Catelyn er á leiðinni til baka til Winterfell, hittir hún Tyrion sem er að koma til baka frá veggnum og hún handtekur hann. Hún fer með hann á afskekktan stað sem heitir Eyrie, þar sem systir hennar lafði Lysa Arryn, ekkja Jons Arryn ríkir núna. Lysa kennir Lannisterættinni um dauða Jons og er áköf í að taka Tyrion af lífi en hann krefst þess að fá réttarhöld í bardaga og fær frelsi sitt aftur þegar samferðamaður hans, leigusverð Bronn, vinnur einvígið.

Eddard Stark tekur dætur sínar Sansa Stark og Arya Stark með sér til King's Landing. Þegar þau koma til King's Landing tekur Eddard að sér störf handarinnar og því að ríkja í Westeros þar sem Robert hefur engan áhuga á að stjórna. Eddard kemst að því sem Jon Arryn hafði áður komist að, að sonur Robert, Joffrey Baratheon sem er erfingi krúnunnar er í raun sonur Cercei og tvíburabróður hennar Jaimes. Eddard ber þetta upp á Cersei og gefur henni færi á að flýja áður en hann segir Robert frá þessu. En Robert slasast alvarlega á veiðum og Eddard getur ekki afborið að segja honum sannleikann á dánarbeði hans. Þegar Robert er að deyja leggur bróðir hans Renly Baratheon til að hann og Eddard sameini verði sína til að ná Cersei og börnum hennar og ná stjórn á krónunni áður en Lannisterættin getur tekið til sinna ráða. Eddard neitar vegna þess að það er ekki heiðvirt. Í staðinn fær hann Petyr litla putta til að fá verði borgarinnar til að handtaka og kæra Cersei en hann er svikinn af Petyr litla putta. Renly flýr King's landing með vörðum sem eru hliðhollir Baratheonættinni. Eddard er handtekin, Sansa er gerð að fanga en Arya nær að flýja.

Elsti sonur Cersei og Jaime, Joffrey Baratheon, er krýndur kóngur sem erfingi Roberts. Hann lætur undir eins taka Eddard höndum og lætur svo aflífa hann. Faðir Cersei og Jaime, lávarður Tywin Lannister, fer í stríð við Stark og Tullyættina og stuðningsmenn þeirra vegna þess að Catelyn handtók Tyrion. Þegar fréttirnar af aflífun Eddards Stark dreifast út brýst út borgarastríð. Robb Stark leiðir her norðmanna til að bjarga föður sínum og systrum í King's Landing en þegar hann fréttir af dauða föðurs síns fer hann til Riverlands til þess að fá stuðning frá móðurafa sínum lávarði Hoster Tully. Jaime Lannister leiðir orrustuna á Riverrun sem er virki Tullyættarinnar, á meðan er Tywin við ánna Trident til þess að koma í veg fyrir að Robb komist áfram til King's Landing. Tyrion sem komst undan kemur til föðurs síns. Robb skiptir upp hernum sínum og kemur andstæðingum sínum á óvart og eyðileggur búðir Lannisters sem eru við Riverrun, þeir handtaka Jaime í leiðinni.

Stannis Baratheon á réttmætt tilkall til járnhásætisins. Hann er næstur í röð bræðranna á eftir Robert Baratheon. Heldur því fram að Joffrey eigi ekki tilkall til hásætisins og lýsir því yfir að hann sé næsti konungur ríkjanna sjö. Yngri bróðir hans Renly fær Baratheonættina og Tyrellættina og lýsir sjálfan sig konung í Westeros og verður þar með þriðji af fimm konungum stríðsins. Robb Stark verður fjórði þegar stuðningsmenn Stark- og Tullyættanna lýsa hann konunginn í norðri.

Á veggnum[breyta | breyta frumkóða]

Formáli bókarinnar segir frá ríki í norðri sem er ekki hluti af hinum. Það er auðnin í norðri sem er handan veggjarins. Veggurinn er gamall 700 feta hár, 300 mílna löng hindrun úr ís og göldrum sem ver ríkin sjö, veggurinn er mannaður af næturvaktinni. Menn næturvaktarinnar sem eru kallaðir krákurnar taka órjúfanlegan eið um að þeir muni þjóna á veggnum allt sitt líf. Þeir lifa skírlífi og þeir ganga bara í svörtum fötum. Í landinu serm er norðan af veggnum eru engin lög, lítill hópur af mönnum sem tilheyra næturvaktinni hitta „hina“ (others), sem er aldagamalt og illur ættbálkur af verum sem voru taldar útdauðar og goðsögulegar. Allir mennirnir af næturvaktinni eru drepnir nema einn sem flýr suður og er seinna tekin af lífi af Eddard Stark. Jon Snow sem er bastarður Eddards og er fyrirlitin af Catelyn, fær innblástur frá frænda sínum, Benjen Stark, sem er fyrsti vaktmaður næturvaktarinnar til að taka eiðinn og verða varðmaður á veggnum. Jon fer norður að veggnum með Tyrion Lannister og öðrum meðlimum næturvaktarinnar. Hann verður ringlaður þegar hann kemst að því að þetta er ekkert meira en að fanga nýlenda og þeir eiga að passa upp á „villinga“ (ættbálkar menn sem lifa án laga norðan af veggnum).

Á veggnum sameinar Jon sjálfboðaliðana gegn leiðbeinanda þeirra sem er mjög grimmur við þá. Hann verndar líka Samwell Tarly sem er góður og gáfaður en ekki mjög hugrakkur. Jon vonar að þar sem að hann er mjög góður bardaga maður að honum verði úthlutað starf á veggnum með hernum sem gætir veggsins. En í staðinn er honum úthlutað að vera einskonar einkaþjónn hjá yfirmanni næturvaktarinnar, Jeor Mormont lávarði. Hann kemur því í kring að Samwell verður einkaþjónn hjá gamla Maester Aemort. Á meðan þetta er að ske leiðir Benjen Stark lítin hóp af hermönnum vaktarinnar í eftirlitsferð handan veggjarins en kemur ekki til baka. Næstum því sex mánuðum síðar finnast lík tveggja manna sem voru í herdeild Benjen handan veggjarins. Lík þeirra eru færð aftur til veggjarins og um nóttina lifna þeir við. Það býta engin sverð á þeim en Jon nær ásamt úlfinum sínu draugi að bjarga yfirmannin sínum með því að brenna uppvakningana. Fyrir að bjarga lífi hans fær Jon að gjöf sverð sem heitir „langa kló“ sem er ættargripur yfirmanns hans. Yfirmaður hans hefur látið breyta merkinu á sverðinu í úlf, sem stendur fyrir ætt Jons og úlfinn hans.

Þegar Jon Snow fréttir af dauða föðurs sins reynir hann að flýja til að fara til Robb til að hjálpa honum í stíðinu við Lannister ættina. Vinir hans á veggnum sannfæra hann um að snúa við. Mormont yfirmaður Jons sannfærir hann um að staður hans sé hjá hinu nýju bræðrum hans og að stíðið um krónuna fölnar í samanburði við illskuna sem veturirnn á eftir að koma með sér frá norðri.

Í austri[breyta | breyta frumkóða]

Handan hafsins í hinni frjálsu borg Pentos, búa Viserys Targaryen og Daenerys þrettán ára systur hans í útlegð. Hann er sonur og eini eftirlifandi erfingji Aerys II af Targaryen ættinni. Aerys var „vitfirrti“ konungurinn sem Robert Baratheon steypti úr stóli. Targaryen ættin hafði ríkt yfir Westeros og réðu yfir drekum en drekarnir og völdin eru ekki lengur til staðar. Viserys ákveður að systir hans skuli giftast Khal Drogo, stíðshöfðingja Dothraki ættbálksins sem eru hesta stríðsmenn í staðinn fær hann að nota her Drogos til að endurheimta járnhásætið í Westeros fyrir Targaryen ættina.

Magister Illyrio sem er ríkur kaupmaður og gestgjafi Targaryen systkinanna í Pentos gefur Daenerys þrjú steingervings dreka egg í brúðkaupsgjöf. Ser Jorah Mormont (sonur Jeor Mormongt sem er yfirmaður næturvaktarinnar) er riddari sem hefur verið gerður útlægur frá Westeros. Hann fylgir Viserys eftir sem ráðgjafi.

Óvænt, finnur Daenerys traust og ást hjá eiginmanni sínu og hún verður ólétt. Því að spáð að barnið muni sameina og stjórna Dothraki ættbálknum. Drogo sýnir lítin áhuga á að sigrast á Westeros sem ögrar hinum skapbráða Viserys sem lætur gremju sína bitna á systur sinni. Hann reynir að kúga systur sína til þess að gera það sem hann vill en Daenerys hefur fengið aukin kjark sem eiginkona Khals (höfðingjans) byrjar að standa með sjálfri sér og neitar að láta bróður sinn kúga sig. Drogo refsar Viserys fyrir skapköstin með því að refsa honum með því að lítillækka hann fyrir framan alla. En þegar Viserys hótar Daenerys fyrir framan ættbálkinn tekur Drogo hann af lífi með því að hella úr potti með sjóðandi heitu gulli ofan á höfuðið á honum og gefur honum þar með gull kórónuna sem hann lofaði honum fyrir Daenerys. Sem síðasti Targaryen, heldur Daenarys áfram með áætlunina um að endurheimta járn hásætið í Westeros.

Leigumorðingi á vegum kóngsings, Robert Baratehon reynir að eitra fyrir Daenerys og ófæddu barni henni. Það verður til þess að Drogo verður svo reiður að hann samþykkir að ráðast á Westeros til að leita hefnda. Þegar þeir eru að ráðast á og ræna þorpum til þess að eiga fyrir innrásinni særist Drogo. Það kemur ígerð í sárið og Daenerys skipar einum fanganna sem er eins konar norn að nota blóð galdur til þess að bjarga honum en svikula nornin fórnar barni Daenarys til þess að fá kraft í galdurinn. Drogo deyr ekki en hann er bjargarlaus og ekki með meðvitund. Dothraki hafa ekki lengur leiðtoga og byrja því að tvístrast. Daenarys fremur líknardráp á eiginmanni sínum og kæfir hann. Hún hefnir sín á norninni með því að binda hana við útförs bál Drogos. Þegar bálið stendur sem hæst gengur Daenarys inn í bálið með dreka eggin. Í staðinn fyrir að farast í logunum, kemur hún aftur út úr bálinu með þrá dreka unga sem komu úr eggjunum og þeir fá mjólk úr brjóstum hennar. Sem sannur Targaryen er hún ónæm fyrir eldi. Þeir fáu Dothraki og Ser Jorah sverja þess að standa með henni sem móðir drekanna.

Sjónarhorn í bókinni[breyta | breyta frumkóða]

Hver kafli einblýnir á takmarkað þriðju persónu sjónarhorn einnar persónu í bókinni, bókin segir frá sjónarhorni átta aðal sögupersóna. Að auki veitir persona sem skiptir ekki máli í sögunni formálann. Fyrirsögn kaflanna gefur til kynna hvaða sjónarhorn verður í kaflanum.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

HBO hefur framleitt þætti gerða eftir bókinni. Fyrst þáttur var sýndur 17. apríl 2011. Fyrsta sjónvarpsserían var tíu þættir og var tekin upp í Belfast á Norður-Írlandi og Mdina á Möltu. Í aðalhlutverkum voru Sean Bean, Michelle Fairley og Jason Momoa ásamt öðrum.

Söguþræði bókarinnar hefur einnig verið breytt í myndasögu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]