Fara í innihald

Nebula-verðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rithöfundurinn William Ledbetter með Nebula-verðlaunin árið 2017.

Nebula-verðlaunin eru bókmenntaverðlaun sem veitt eru fyrir vísindaskáldskap og fantasíur útgefin í Bandaríkjunum. Verðlaunin eru veitt árlega af bandarískum samtökum höfunda vísindaskáldsagna og fantasía, Science Fiction and Fantasy Writers Association. Þau voru stofnuð árið 1966. Verðlaunin eru eingöngu veitt fyrir skáldverk sem koma út á ensku í Bandaríkjunum, en eru ekki bundin við bandaríska höfunda. Verkin eru tilnefnd af félögum í samtökunum og þau sex verk sem fá flestar tilnefningar komast í úrslit. Félagar kjósa síðan milli þessara sex verka.

Verðlaunin eru veitt í átta flokkum, þar á meðal fyrir fjórar lengdir af skáldverki (smásögu, nóvellettu, nóvellu og skáldsögu), bestu barna- og unglingabók og besta handrit fyrir tölvuleik. Ásamt Hugo-verðlaununum eru Nebula-verðlaunin þekktustu verðlaun fyrir vísindaskáldskap í heimi.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Flood, Allison (28. apríl 2009). „Ursula K Le Guin wins sixth Nebula award“. The Guardian. Afrit af uppruna á 1. ágúst 2009. Sótt 12. desember 2011.