Will

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Willy Maltaite (30. október 1927 – 18. febrúar 2000), betur þekktur undir pennaheitinu Will, var belgískur teiknari og myndasöguhöfundur. Hann var ásamt teiknurunum Franquin, Morris og Jijé einn af stofnendum teiknimyndablaðsins Svals og einn meðlima fjórmenningaklíkunnar í fransk-belgískri myndasöguhefð sem kennd var við svonefndan Marcinelle-skóla. Á löngum starfsferli samdi hann og teiknaði ýmsar vinsælar teiknimyndaseríur, en hans þekktustu verk eru myndasögurnar Tif et Tondu og Isabelle. Þá skrifaði hann handrit að myndasögum fyrir aðra teiknara, t.d. sögum um Sval og Val fyrir Franquin og Steina sterka fyrir Peyo.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

https://www.lambiek.net/artists/w/will.htm Sótt 27. júní 2019