Fara í innihald

George R.R. Martin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

George Raymond Richard Martin, fæddur George Raymond Martin (20. september, 1948) er bandarískur rithöfundur best þekktur fyrir bókaflokk sinn Söngur um ís og eld sem bandaríska kapalsjónvarpsstöðin HBO byggði síðar sjónvarpsþættina Game of Thrones á.

Uppvaxtarár

[breyta | breyta frumkóða]

George R.R. Martin fæddist í Bayonne í fylkinu New Jersey. Faðir hans var hafnarverkamaður. Fjölskylda móður hans hafði verið vel stæð en missti auð sinn í Heimskreppunni. Hann var minntur á missi ættarauðsins á hverjum degi þegar hann fór framhjá húsi og bryggju sem hafði einu sinni verið í eigu fjölskyldu hans. Honum fannst að þó foreldrar hans væru fátækir þá væri uppruni þeirra tign og göfgi sem þau hefðu verði svipt. George átti tvær systur Darleen og Janet. Móðir hans var að hálfu af írskum ættum en hann var einnig af frönskum, enskum welskum og þýskum ættum. Hann taldi sig einnig að fjórðungi af ítölskum ættum en DNA próf sýndi ekki ítalskar rætur heldur að hann var sennilega að fjórðungi Ashkenazi gyðingur.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.