Fara í innihald

Gagnsiðbótin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gagnsiðbótin er tímabil í sögu Evrópu sem náði frá miðri 16. öld til loka 17. aldar og einkenndist af tilraunum kaþólsku kirkjunnar til að stöðva framrás mótmælendatrúar, bæði með því að reyna að útrýma mótmælendatrú í kaþólskum löndum og reyna að endurheimta þau lönd sem tekið höfðu upp mótmælendatrú og eins með gagngerum umbótum innan kaþólsku kirkjunnar. Gagnsiðbótin á sér upphaf í kirkjuþinginu í Trentó 1545 til 1563. Einn þáttur gagnsiðbótarinnar var stofnun nýrra trúarreglna eins og Jesúítareglunnar (1534). Eins var rannsóknarrétturinn efldur og honum gert að fást við mál mótmælenda í kaþólskum löndum.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.