Gabe Newell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gabe Newell
Newell í ágúst 2018
Fæddur
Gabe Logan Newell

3. nóvember 1962 (1962-11-03) (61 árs) [1][2]
Colorado, Bandaríkin
Önnur nöfnGaben
MenntunHarvard-háskóli (hætti)
Þekktur fyrirMeðstofnandi og forstjóri Valve
MakiLisa Mennet Newell (g. 1996)
Verðlaun

Gabe Logan Newell (fæddur 3. nóvember 1962), kallaður Gaben, er bandarískur kaupsýslumaður og forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Valve Corporation.

Newell fæddist í Colorado og ólst upp í Davis í Kaliforníu. Hann stundaði nám í Harvard-háskóla snemma á níunda áratugnum en hætti til að ganga til liðs við Microsoft, þar sem hann hjálpaði til við að búa til fyrstu útgáfur af Windows-stýrikerfinu. Hann og annar starfsmaður, Mike Harrington, yfirgáfu Microsoft árið 1996 til að stofna fyrirtækið Valve Corporation og fjármagnaði þróun fyrsta leiks þeirra, Half-Life (1998). Harrington hætti árið 2000 sem gerði Newell að einum eiganda fyrirtækisins.

Newell leiddi þróun leikjaveitu Valve, Steam, sem var hleypt af stokkunum árið 2003 og stjórnaði meirihluta markaðarins fyrir niðurhal leikja á einkatölvum árið 2011. Frá og með 2021 átti hann að minnsta kosti einn fjórðung af Valve. Hann hefur verið talinn vera einn auðugasti einstaklingur í Bandaríkjunum og auðugasti maðurinn í tölvuleikjaiðnaðinum, með summu hreinna eigna á um 3,9 milljarða Bandaríkjadala frá og með 2021.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nichols, Georgia (2. nóvember 2019). „Horoscope for Sunday, Nov. 3, 2019“. Chicago Sun-Times. Sótt 5. febrúar 2021. „If Your Birthday Is Today [November 3]: Video game entrepreneur Gabe Newell (1962) shares your birthday.“
  2. Sarkar, Samit (7. nóvember 2012). „Valve's Gabe Newell gets a 50th birthday present from 4chan“. Polygon. Sótt 5. febrúar 2021.
  3. „D.I.C.E Special Awards“. Sótt 22. janúar 2017.