Gúrkutíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Á mörgum tungumálum heitir þessi tíð „gúrkutíð“

Gúrkutíð er orð sem er notað úm tímann þegar lítið er um að vera í fréttum. Orðið á rætur sínar að rekja til danska orðsins agurketid sem á sjálft uppruna í þýska orðinu Sauregurkenzeit. „Gúrkutíðin“ er sú tíð þegar gúrkur eru skornar upp og settar í pækil, sem er yfirleitt á seinnipart sumarsins, á sama tíma þegar lítið er að frétta.

Svipuð orð eru notuð á mörgum tungumálum, t.d. norska agurktid, hollenska komkommertijd, tékkneska okurková sezóna, slóvakíska uhorková sezóna, pólska sezon ogórkowy, ungverska uborkaszezon, eistneska hapukurgihooaeg og hebreska עונת המלפפונים.

Á enskumælandi löndum gengur gúrkutíð undir ýmsum nöfnum. Á Bretlandi og Írlandi er átt við gúrkutíðina sem silly season „kjánalega tíðin“. Orðið silly í þessu samhengi vísar til óvenjulegu fréttanna sem mikið er af undir lok sumarsins, þegar þingið er í fríi. Í Bandaríkjunum heitir gúrkutíð slow news season „tíð rólegra frétta“.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.