Jafngild þyngd
Útlit
Jafngildismassi (eða jafngild þyngd) er atómmassi frumefnis eða efnahóps deilt með gildinu sem það hefur í efnasambandi.
Sem dæmi, vetni, með atómmassann 1,00794 og gildi 1, hefur jafngildismassa upp á 1,00794. Súrefni hefur atómmassa upp á 15,9994 og gildið 2 og hefur þess vegna jafngildismassann 7,9997.
Frumefni geta tekið á sig mismunandi jafngildismassa eftir efnasambandi. Til dæmis járn (atómmassi 55,845) hefur jafngilda þyngd 27,9225 ef það er tvígilt í efnasambandinu, en 18,615 ef það er þrígilt.
Hægt er að reikna jafngildismassa fyrir fleiri efni en frumefni. Sem dæmi, karbónat-efnahópurinn (CO3) hefur samanlagðan atómmassa 76,0083 og er tvígilt í efnasamböndum, þannig að jafngildismassi þess er 38,00415.