Fara í innihald

Alþjóðlegu fornsagnaþingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fornsagnaráðstefnur)

Alþjóðlegu fornsagnaþingin eða International Saga Conference eru ráðstefnur eða þing um íslenskar og norrænar fornbókmenntir og skyld efni, sem haldnar eru á þriggja ára fresti.

Frumkvæðið að fornsagnaþingunum átti Hermann Pálsson prófessor í Edinborg, og skipulagði hann fyrsta þingið sem haldið var þar árið 1971. Það næsta var haldið í Reykjavík tveimur árum síðar, en síðan hafa þingin verið haldin á þriggja ára fresti. Oftast er tekið fyrir eitthvert ákveðið svið fræðanna og sérstaklega fjallað um það. Fornsagnaþingin eru bæði fræðilegur og félagslegur vettvangur fræðimanna í þessum greinum.

Ráðstefnurit hafa að jafnaði verið prentuð (það fyrsta er fjölritað). Í þeim var oft aðeins birt úrval fyrirlestra frá viðkomandi ráðstefnu, en aðrir birtust oft síðar, t.d. í tímaritum. Síðari árin hafa ráðstefnuritin verið svokölluð forprent, þ.e. þau eru gefin út áður en ráðstefnan eða þingið hefst og eru fyrirlestrarnir þar í styttri gerð.

Listi yfir fornsagnaþingin

[breyta | breyta frumkóða]
  1. International Saga Conference, — Fyrsta alþjóðlega fornsagnaþingið, Edinborg, Skotlandi, 21. – 28. ágúst 1971. — Aðalviðfangsefni: The Icelandic Sagas and Western Literary Tradition.
  2. International Saga Conference, — Annað alþjóðlega fornsagnaþingið, Reykjavík, Íslandi, 1973. —
  3. International Saga Conference, — Þriðja alþjóðlega fornsagnaþingið, Osló, Noregi, 1976. —
  4. International Saga Conference, — Fjórða alþjóðlega fornsagnaþingið, München, Þýskalandi, 30. júlí – 4. ágúst 1979. —
  5. International Saga Conference, — Fimmta alþjóðlega fornsagnaþingið, Toulon, Frakklandi, 1982. —
  6. International Saga Conference, — Sjötta alþjóðlega fornsagnaþingið, Kaupmannahöfn, Danmörku, 28. júlí – 28. ágúst 1985. —
  7. International Saga Conference, — Sjöunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Spoleto, Ítalíu, 4. – 10. september 1988. —
  8. International Saga Conference, — Áttunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Gautaborg, Svíþjóð, 11. – 17. ágúst 1991. — Aðalviðfangsefni: The Audience of the Sagas.
  9. International Saga Conference, — Níunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Akureyri, Íslandi, 31. júlí – 6. ágúst 1994. — Aðalviðfangsefni: Samtíðarsögur / The Contemporary Sagas.
  10. International Saga Conference, — Tíunda alþjóðlega fornsagnaþingið, Þrándheimi, Noregi, 3. – 9. ágúst 1997. — Aðalviðfangsefni: Sagaene og Noreg / Sagas and the Norwegian Experience.
  11. International Saga Conference, — Ellefta alþjóðlega fornsagnaþingið, Sydney, Ástralíu, 4. – 7. júlí 2000. — Meginþema: Old Norse Myths, Literature & Society.
  12. International Saga Conference, — Tólfta alþjóðlega fornsagnaþingið, Bonn, Þýskalandi, 28. júlí – 2. ágúst 2003. — Meginþema: Scandinavia and Christian Europe in the Middle Ages.
  13. International Saga Conference, — Þrettánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Durham og York, Englandi, 6. – 12. ágúst 2006. — Vefsíða ráðstefnunnar.
  14. International Saga Conference, — Fjórtánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Uppsölum, Svíþjóð, 9. – 15. ágúst 2009. — Vefsíða ráðstefnunnar.
  15. International Saga Conference, — Fimmtánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Árósum, Danmörku, 5. – 11. ágúst 2012. — Vefsíða ráðstefnunnar.
  16. International Saga Conference, — Sextánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Zürich, Sviss, 9. – 15. ágúst 2015. — Vefsíða ráðstefnunnar. — Meginþema: Sagas and Space.
  17. International Saga Conference, — Sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Reykjavík og Reykholti, 12. – 17. ágúst 2018. — Vefsíða ráðstefnunnar. — Meginþema: Íslendingasögur.
  18. International Saga Conference, — Átjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, Helsinki og Tallinn, 8. – 14. ágúst 2021. — Vefsíða ráðstefnunnar. — Meginþema: Sagas and the Circum-Baltic Arena.
  • Viðkomandi vefsíður.