Flugeldar
Flugeldar (eða rakettur) eru þrýstiknúin blys sem skotið er á loft til skrauts eða til að gefa merki (sbr. neyðarblys). Flugeldar eru aðallega framleiddir í Kína, en voru uppgötvaðir á Indlandi. Flugelda er fyrst getið í rituðum heimildum kringum árið 1200, en í upphafi voru þeir notaðir til að fæla burt illa anda og til að biðja guðina um gæfu og hamingju.
Fyrsta flugeldasýning sem haldin var á Íslandi svo sögur fari af var í Kópavogi 28. júlí 1662 eftir erfðahyllinguna á Kópavogsfundinum. Þessa var minnst 350 árum síðar 28. júlí 2012 með flugeldasýningu á vegum Sögufélags Kópavogs.
Helsti söluaðili flugelda á Íslandi eru björgunarsveitarnar, en líka íþróttafélög. Önnur félög og einkaaðilar hafa á síðustu árum einnig látið til sín taka í þessum geira.
Flokkun flugelda
Flugeldum er skipt eftir hættu flokkum og eru flokkar T2, P2 og F4 ekki ætlaðir almenningi. Vörur í flokkum F1, F2, F3, P1 og T1 eru ætlaðar almenningi en geta þó verið skorður á hvaða vörur má selja í þeim flokkum og fer það eftir lögum um skotelda á tilteknum stað/landi.
Eitt og annað
[breyta | breyta frumkóða]- Stærsta einstaka flugeldasýning sem haldin hefur verið var á Madeiru, þann 31. desember árið 2006, en þá voru 66,326 flugeldar skotnir á loft.