Fara í innihald

Florentin Smarandache

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Florentin Smarandache

Florentin Smarandache (fæddur 10. desember 1954 í Balcesti í Vâlcea-héraði í Rúmeníu) er rúmenskur stærðfræðingur, heimspekingur og listamaður.

1986 fór hann í hungurverkfall eftir að alræðisstjórn Nicolae Ceausescu meinaði honum að fara á alþjóðaþing stærðfræðinga í University of Berkeley. Hann birti bréf í Notices of the American Mathematical Society þar sem hann ræddi um ferðafrelsi vísindamanna og var eftir það stimplaður andófsmaður af stjórnvöldum. Með þann stimpil á sér reyndist honum ómögulegt að fá vinnu og lifði á stundakennslu. Honum var ekki heldur leyft að birta skrif sín og því reyndi hann að smygla mörgum handrita sinna úr landi í gegnum franskan skóla í Búkarest, mörg þeirra týndust eða féllu í hendur leynilögreglu Rúmeníu.

Í september 1988 flúði hann úr landi og komst til Tyrklands þar sem hann vann ýmis verkamannastörf. Ófrísk kona hans og sonur urðu eftir í Rúmeníu, það var ekki fyrr en 1990 að hann hitti þau og nýja soninn aftur þegar þau fluttu öll til Bandaríkjanna eftir fall alræðisstjórnarinnar í rúmensku byltingunni.

Hann kennir nú hjá University of New Mexico.

Þverstæðustefna

[breyta | breyta frumkóða]

Smarandache er þekktur sem leiðtogi listastefnu sem nefnd er þverstæðustefna (enska: paradoxism) og hófst upp úr 1980. Hún byggist einkum á mikilli notkun mótsetninga, og þverstæðna og tengir saman stærðfræði, heimspeki og bókmenntir.

Útgefin verk

[breyta | breyta frumkóða]

Smarandache hefur gefið út tugi bóka, einkum um stærðfræði eða þverstæðustefnuna.

Meðal verka hans eru:

  • „Florentin Smarandache's opus“. Sótt 26. nóvember 2005.