Fara í innihald

Tatrafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tatra-fjöll)
Staðsetning.
Loftmynd af vesturhluta fjallanna.

Tatrafjöll (Tatry á pólsku og slóvösku) er fjallahryggur á mörkum Slóvakíu og Póllands. Þau eru hluti Karpatafjalla og hæsti hluti hans. Tæp 80% þeirra eru í Slóvakíu og rúm 20% í Póllandi. Gerlachovský štít er hæsti tindur þeirra, 2.655 metrar. Hæsta fjall Póllands, Rysy, er í fjöllunum. Tatra-fjöll skiptast í austur- og vesturhluta. Vesturhlutinn skiptist ennfremur í Há-Tatrafjöll og Belíönsku-Tatrafjöll. Við þetta má að bæta að sunnan Tatra-fjalla eru enn önnur fjöll sem kallast Neðri-Tatrafjöll.

Tatra-þjóðgarðurinn í Slóvakíu var stofnaður árið 1949 og Tatra-þjóðgarðurinn í Póllandi var stofnaður árið 1954.

Meðal trjáa í fjöllunum eru fjallafura, lindifura og rauðgreni. Spendýr eins og gaupa, brúnbjörn, gemsur, múrmeldýr, úlfur og ýmis hjartardýr lifa þar.

Tatra-fjöll séð frá Póllandi.

Fyrirmynd greinarinnar var „Tatra mountains“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. apríl 2017.