Fjólujússa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fjólujússa

Fjólujússa (fræðiheiti Clitocybe nuda eða Lepista nuda) er ætisveppur sem upprunninn er í Evrópu og Norður-Ameríku. Sveppnum var lýst af Pierre Bulliard árið 1790 og gekk undir heitinu Tricholoma nudum í mörg ár. Sveppurinn finnst bæði í barrskógum og laufskógum. Auðvelt er að greina sveppinn. Hann er ræktaður í Bretlandi, Niðurlöndum og Frakklandi.