Faxaflói
Útlit
Faxaflói er flói undan Vesturlandi á milli Snæfellsness í norðri og Suðurnesja í suðri. Helstu firðir sem ganga út úr flóanum eru Borgarfjörður, Hvalfjörður, Kollafjörður og Hafnarfjörður.
Við Faxaflóa standa nokkur af stærstu byggðarlögum landsins og höfuðborgarsvæðið er á suðausturströnd flóans.
Í Faxaflóa eru mikilvæg fiskimið. Faxaflói gekk áður fyrr undir nafninu Faxaós.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.