Rodolphe Seeldrayers
Rodolphe Seeldrayers | |
---|---|
Fæddur | 16. desember 1876 |
Dáinn | 7. október 1955 (78 ára) |
Þjóðerni | Belgískur |
Störf | Íþróttaforkólfur |
Þekktur fyrir | að vera forseti FIFA |
Rodolphe William Seeldrayers (16. desember 1876 – 7. október 1954) var belgískur íþróttafrömuður. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþjóðaólympíunefndina og Alþjóðaknattspyrnusambanndið sem hann veitti forystu um skamma hríð.
Ferill og störf
[breyta | breyta frumkóða]Rodolphe Seeldrayers fæddist í Düsseldorf sem heyrði undir Þýska keistaradæmið. Hann nam lögfræði við háskóla í Brussel þar sem fjölskrúðugur íþróttaferill hans hófst. Seeldrayers var gríðarlega fjölhæfur íþróttamaður og varð landsmeistari eða landsliðsmaður í fjölda greina. Nítján ára gamall var hann einn af stofnendum belgíska knattspyrnusambandsins og gegndi fyrir það fjölda trúnaðarstarfa. Árið 1914 var hann skipaður fulltrúi Belgíu hjá FIFA og varð hann varaforseti þess árið 1927 og upp frá því einn nánasti samstarfsmaður Jules Rimet. Þegar Rimet lét af embætti í júní 1954 tók Seeldrayers við keflinu. Hann lést í embætti í október árið eftir.
Auk starfa sinna fyrir FIFA var Seeldrayers einn af lykilmönnum Ólympíuhreyfingarinnar. Á þeim vettvangi blandaðist hann talsvert inn í deilurnar um áhugamennsku eða atvinnumennsku í íþróttum, sem var mikið bitbein milli FIFA og Ólympíunefndarinnar. Seeldrayers átti oft sæti í dómstólum og áfrýjunarnefndum á vegum Ólympíunefndarinnar. Hann kom því að máli í tveimur hitamálum tengdum knattspyrnukeppni ÓL, fyrst á Antwerpenleikunum 1920 þegar lið Tékkóslóvakíu gekk af velli í úrslitaleiknum gegn Belgum og aftur á Berlínarleikunum 1936 þar sem hann úrskurðaði að endurtaka skyldi leik Perú og Austurríkis, sem leiddi til þess að fyrrnefnda liðið dró sig úr keppni.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Rodolphe Seeldrayers“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. júní 2023.