Fara í innihald

F-4 Phantom II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
McDonnel Douglas F-4 Phantom II
McDonnel Douglas F-4 Phantom II

McDonnell Douglas F-4 Phantom II er tveggja sæta, tveggja hreyfla orrustuþota og létt sprengjuflugvél sem McDonnell Aircraft þróaði fyrir bandaríska sjóherinn. Vélin reyndist fjölhæf og var tekin í notkun af bandaríska sjóhernum, landgönguliðinu og flughernum. Vélin var notuð í Víetnamstríðinu.

Vélin var fyrst tekin í notkun árið 1960 og var notuð á 7., 8. og 9. áratugnum en var svo skipt út fyrir F-15 Eagle og F-16 Fighting Falcon þoturnar í flughernum; F-14 Tomcat og F/A-18 Hornet þoturnar í sjóhernum og F/A-18 í landgönguliðinu. Hún var enn í takmarkaðri notkun í Persaflóastríðinu en notkun hennar var endanlega hætt árið 1996. Ellefu aðrar þjóðir notuðu F-4 Phantom II vélar, það á meðal Ísrael og Íran.

Alls voru 5195 F-4 Phantom II-vélar framleiddar á árunum 1958 til 1981.

  • Angelucci, Enzo. The American Fighter (Sparkford, Somerset: Haynes Publishing Group, 1987).
  • Donald, David og Jon Lake (ritstj.). McDonnell F-4 Phantom: Spirit in the Skies (London: AIRtime Publishing, 2002).
  • Dorr, Robert F. og Jon Lake. Fighters of the United States Air Force (London: Temple Press, 1990).
  • Lake Jon. Phantom Spirit in the Skies (London: Aerospace Publishing, 1992).
  • Swanborough, Gordon og Peter Bowers. United States Military Aircraft Since 1909 (Washington, D.C.: Smithsonian, 1989).
  • Swanborough, Gordon og Peter Bowers. United States Navy Aircraft since 1911 (London: Putnam, 1976).
  • Thornborough, Anthony M. og Peter E. Davies. The Phantom Story (London: Arms and Armour Press, 1994).