F-35 Lightning II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
F-35A Lightning II
F-35B að æfa lóðrétta lendingu umborð JS Izumo

Lockheed Martin F-35 Lightning II er lína af bandarískum eins hreyfils og eins sæta orrustuþotum. Þotan er fjölhæf en hún getur nýst í orrustum við aðrar þotur og loftárásir ásamt því að nýtast vel í upplýsingagjöf og njósnum. Lockheed Martin hannar og framleiðir vélarnar en sumir hlutir í vélunum koma frá öðrum flugvélaframleiðendum eins og Northrop Grumman og BAE Systems.

Tilkoma F-35 er útfrá verkefninu Joint Strike Fighter Program, útboð fyrir nýrri fjölhæfri þotu til að taka við eldri þotum sem voru í notkun hjá herum Bandaríkjana, Bretlands, Ítalíu, Kanada, Ástralíu, Hollandi, Danmörku, Noregi og áður Tyrklandi. Lockheed vann útboðið með sinni hönnun nefnd X-35 gegn Boeing með þeirra hönnun að X-32.

Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

F-35 kemur í þremur týpum sem henta í mismunandi verkefni

F-35A[breyta | breyta frumkóða]

F-35A útgafan er CTOL (Enska: Conventional takeoff and landing) sem hentar fyrir hefðbundnar aðferðir við lárétt lofttak og lendingu á flugvöllum.

F-35B[breyta | breyta frumkóða]

F-35B útgáfan er STOVL (Enska: Short takeoff and vertical-landing) getur tekið á loft á styttri flugbrautum en F-35A og getur lent lóðrétt.

F-35C[breyta | breyta frumkóða]

F-35C er hönnuð fyrir notkun á flugmóðurskipum og nýtir þá CATOBAR búnað. (Enska: Catapult Assisted Take-Off Barrier Arrested Recovery)


Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Keijsper, Gerald. Lockheed F-35 Joint Strike Fighter (Pen & Sword Aviation, 2007).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]