Evrasískur bjór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Evrasískur bjór
Evrasískur bjór
Evrasískur bjór
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Nagdýr (Rodentia)
Ætt: Bjóraætt (Castoridae)
Tegund:
C. fiber

Tvínefni
Castor fiber
Linnaeus, 1758

Evrasískur bjór (fræðiheiti: Castor fiber) er bjórategund sem var einu sinni mjög útbreidd í Evrasíu. Evrópski bjórinn dó næstum því út vegna ofveiða, bæði feldur hans og olía voru mjög eftirsótt. Árið 1900 voru einungis 1.200 bjórar í átta stofnum í Evrópu og Asíu enn lifandi. Nú hefur honum verið komið fyrir víða þar sem hann einu sinni þreifst, allt frá Stóra-Bretlandi til Kína og Mongólíu, þó ekki á Ítalíu, í Portúgal, á Balkanskaga né í Mið-Austurlöndum.

Aðgreining frá kanadískum bjór[breyta | breyta frumkóða]

Við fyrstu sýn virðist enginn munur á útliti evrasíska bjórsins og þess kanadíska (Castor canadiensis) sem innfæddur er í Norður-Ameríku. Það er þónokkur munur á tegundunum tveimur: Sá helsti er að kanadíski bjórinn er með 48 litninga en evrasíski bjórinn aðeins 40 litninga. Þetta gerir það að verkum að bjórar af ólíkri tegund geti ekki átt frjó afkvæmi.[1] Rússar hafa gert margar tilraunir til að láta tegundirnar tvær eiga afkvæmi án árangurs.

Höfuð[breyta | breyta frumkóða]

Evrasíski bjórinn er með stærri og minna kringlótta höfuðkápu en sá kandadíski og lengri, mjórri snoppu. Evrasíski bjórinn er með lengri nefbein sem eru breiðust við enda snoppunnar, aftur á móti í kanadíska bjórnum eru nefbeinin breiðust um miðjuna. Nefop evrasíska bjórsins er þríhyrnt en ferhyrnt í kanadíska bjórnum. Evrasíski bjórinn er jafnframt með kringlótt mænuop (foramen magnum) þar sem það er þríhyrnt í kanadíska bjórnum.

Líkami[breyta | breyta frumkóða]

Evrasíski bjórinn er með mjórri og ferkantaðri hala og styttri sköflunga sem gera það að verkum að hann eigi erfiðara með að ganga á tveimur fótum en kanadíski bjórinn. Bakraufarkirtlar evrasíska bjórsins eru stærri og með þynnri umgjörð en í kanadíska bjórnum.

Feldur[breyta | breyta frumkóða]

Vindhár evrasíska bjórsins eru með lengra mergholi en í kanadíska bjórnum. Dreifing feldlita er einnig mismunandi: 66% evrasískra bjóra eru með ljósbrúnan feld, 20% rauðbrúnan, 8% brúnan og 4% svartleitan þar sem 50% kanadískra bjóra eru með ljósbrúnan feld, 25% rauðbrúnan, 20% brúnan og 6% svartleitan.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Útbreiðslusvæði evrasíska bjórsins (í rauðu) í Evrópu árið 1999.

Evrasískum bjórum fer fjölgandi eftir að þeim var næstum því útrýmt snemma á 20. öld. Þá var áætlaður stofn bjóra aðeins 1.200. Hann dó út í mörgum Evrópulöndum en árið 2003 voru evrópskir bjórir orðnir 639.000 um alla álfuna. Um það 83% evrópskra bjóra lifa í Rússlandi.

Honum var komið aftur fyrir í Skandinavíu á 20. öld, fyrst í Svíþjóð á tímabilinu 1922–1939 og þá í Danmörku árið 1999. Einnig hefur orðið endurkoma hans í Skotlandi frá 2009. [2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?“. Vísindavefurinn. Sótt 12. mars 2018.
  2. Beavers could return to Cairngorms this autumn BBC, 13/8 2023
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.