Evenkí
Útlit
Evenkí Эвэды̄ турэ̄н | ||
---|---|---|
Málsvæði | Innri Mongólía | |
Heimshluti | Kína, Rússland | |
Fjöldi málhafa | 17.000 | |
Skrifletur | Kýrillískt stafróf Latneskt stafróf Mongólskt ritmál | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-3 | evn
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Evenkí er stærst mansjú-túngískra mála og talað af nokkrum þúsundum í norðurhluta Mið-Síberíu. Evenkí er þjóðtunga Evenka. Málið hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá rússnesku en árið 2002 töluðu 92,7% Evenka rússnesku. Evenkí er talið vera í bráðri útrýmingarhættu.
Nokkur ritkerfi hafa verið notuð til að rita evenkí. Árið 1931 urðu Sovétmenn fyrstir til að skrifa evenkí niður, í upphafi með latnesku stafrófi, en þeir skiptu yfir í kýrillískt stafróf árið 1937. Í Kína er evenkí ritað með mongólsku stafrófi.