Eskimó-aleutísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Eskimó-Aleutísk mál í Norður-Ameríku

Eskimó-Aleutíska er tungumálaætt sem töluð er af íbúum á Grænlandi, heimskautahéruðum Kanada, Alaska og austurhluta Síberíu. Það eru tvö tungumál sem tilheyra þessari málafjölskyldu, annars vegar svo nefnd eskimóatungumál (sem eru kölluð inuíta-tungumál á norðurströnd Alaska, Kanada, og á Grænland; sem Yup'ik á vesturströnd Alaska; og sem yuit í Síberíu), og hins vegar aleutíska.

Þó aleutíska og inúítamál séu náskyld er enginn efi á að þar er um aðskilin tungumál sem þróuðust í sitt hvora átt fyrir um 3000 árum. Hins vegar eru tungumálafræðingar (og talendur sjálfir) ekki á einu máli hvort tala eigi um mállýskur eða sjálfstæð mál innan inuítatungu. Þrátt fyrir að mikill munur sé á milli kjarnamálsvæða er hvergi um skörp skil milli svæða.

Eskimó-Aleutíska

Aleutíska
Aleutíska
Mið- og vestur mállýskur: Atkan, Attuan, Unangan, Bering (60-80 talendur)
Austur mállýska: Unalaskan, Pribilof (400 talendur)
Eskimóamál (Yup'ik, Yuit, og Inuit)
Mið Alaska Yup'ik (10,000 talendur)
Kyrrahafs Yup'ik (400 talendur)
Yuit eða Síberísk Yupik (Chaplinon og St Lawrence Island, 1400 talendur)
Naukan (70 talendur í Síberíu)
Inuíta-tungumál eða Inupik (75 000 talendur)
Inupiaq (norðurhluti Alaska, 3 500 talendur)
Inuvialuktun eða Inuktun (vesturhluti Kanada; 765 talendur)
Inuktitut (austurhluti Kanada; ásamt Inuktun og Inuinnaqtun, 30 000 talendur)
Kalaallisut (Grænland, 47 000 talendur)
Sirenik (útdautt, var áður talað í Síberíu)

Óvíst er hvernig eskimó-aleutísk mál eru skyld öðrum málaættum, þau eru allavega óskyld öðrum málum frumbyggja Ameríku.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]