Fara í innihald

Mið-alaskajúpik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mið-alaskajúpik
Yupʼik
Yugtun
Málsvæði Alaska
Heimshluti Alaska
Fjöldi málhafa 14.000
Ætt Eskimó-aleútískt
 Eskimóamál
  Júpikmál
   Mið-alaskajúpik
Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Alaska
Tungumálakóðar
ISO 639-3 esu
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Mið-alaskajúpik (Yupʼik eða Yugtun) er eskimóamál (undirætt eskimó-aleutískra mála) sem talað er í vestur- og suðvesturhluta Alaska. Árið 2011 var mið-alaskajúpik annað mest talaða frumbyggamál í Bandaríkjunum. Mælendur málsins eru um það bil 14.000 (Mið-alaskajúpikar eru um það bil 23.000 talsins). Í 17 af 18 júpikaþorpum læra börn júpik sem móðurmál.

Eins og önnur eskimó-aleutísk mál er mið-alskajúpik svokallað viðskeytamál. Orð eru mynduð með því að bæta viðskeytum sem tákna tölu, fall, persónu og staðsetningu við fjölda mismunandi stofna.

Mið-alaskajúpik er ritað með latneska stafrófinu.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.