Erlendur Jónsson
Útlit
(Endurbeint frá Erlendur Ping Hwa Sen Jónsson)
Erlendur Ping Hwa Sen Jónsson (f. 1948) er íslenskur heimspekingur og prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann lauk Ph.D. gráðu í heimspeki frá University of Cambridge á Englandi. Árið 1994 lauk Erlendur B.S. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.
Erlendur var stundakennari við Háskóla Íslands 1978-1987. Hann varð dósent árið 1987 og prófessor árið 1996. Helstu rannsóknar- og kennslusvið Erlendar eru rökfræði og málspeki, þekkingarfræði og vísindaheimspeki.
Erlendur býr og starfar í Reykjavík. Hann er kvæntur Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, lyfjafræðingi, og saman eiga þau tvo syni, Jón Helga og Guðberg Geir.