Fara í innihald

Vallarrýgresi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Enskt rýgresi)
Vallarrýgresi
Rýgresi (Lolium perenne)
Rýgresi (Lolium perenne)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Rýgresi (Lolium)
Tegund:
Vallarrýgresi (L. perenne)

Tvínefni
Lolium perenne
L.

Vallarrýgresi eða enskt rýgresi (fræðiheiti: Lolium perenne) er fjölær tegund af ættkvísl rýgresis. Upprunalega fannst hún í Evrópu, Asíu og Norður-Afríku. Þaðan hefur tegundin borist víðar, enda afar vinsæl fóðurjurt í N- og S-Ameríku, í Evrópu, á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu.

Greiningareinkenni

[breyta | breyta frumkóða]
Blómskipun vallarrýgresis

Vallarrýgresi nær allt að 90 sm hæð, hefur öflugt rótarkerfi og afar löng, dökkgræn blöð. Þau eru flöt og glansandi á neðra borði. Slíðurhimnan er 0,5-2,0 mm á lengd. Blómskipun rýgresis nefnist ax og það getur náð allt að 30 sm lengd. Hvert smáax er oftast með 3-10 blómum.

Vallarrýgresi er frekar ný tegund í túnrækt á Íslandi. Sökum lítils vetrarþols kelur stór hluti þess yfir veturinn. Öflugt kynbótastarf hefur þó skilað harðgerðari yrkjum er henta betur til ræktunar hérlendis. Það hefur gott beitarþol, getur gefið mikla uppskeru sem er um leið auðmelt og næringarrík. Meltanleiki er meiri en hjá öðrum grösum og hentar grasið því vel kúm í hárri nyt, sem og öðrum skepnum í hröðum vexti.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.