Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff

Enno Friedrich Wichard Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff oftast nefndur Wilamowitz (22. desember 184825. september 1931) var þýskur fornfræðingur og textafræðingur. Wilamowitz er einkum þekktur fyrir framlag sitt til grískrar textafræði og fyrir framlag sitt til Hómersfræða. Utan fornfræðinnar er hann þekktastur fyrir harða gagnrýni sína á rit Friedrichs Nietzsche Fæðing harmleiks.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Wilamowitz fæddist 22. desember árið 1848 í Markowice, smábæ skammt frá Inowrocław í Kuyaviu í Prússlandi (í dag í Póllandi). Foreldrar hans voru Þjóðverjar af pólskum ættum. Faðir hans var Arnold Wilamowitz en móðir hans var Ulrika Wilamowitz (fædd Calbo).

Wilamowitz nam við háskólann í Bonn frá 1867 til 1869 en hélst síðan til náms í Berlín. Þaðan lauk hann doktorsprófi árið 1870. Árið 1876 varð hann prófessor við háskólann í Greifswald. Hann fluttist til Göttingen árið 1883 og tók við prófessorsstöðu þar. Árið 1897 sneri hann aftur til Berlínar. Þá hafði hann skrifað flest af vinsælustu ritum sínum og var þá þegar talinn einn fremsti sérfræðingur Evrópu um fornfræði og textafræði. Hann lést í Berlín 25. september árið 1931.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

  • Griechische Literatur des Altertums (Grískar fornbókmenntir)
  • Einleitung in die griechische Tragödie (Inngangur að grískum harmleikjum)
  • Homerische Untersuchungen (Hómerískar rannsóknir)
  • Die Ilias und Homer (Ilíonskviða og Hómer)
  • Hellenistische Dichtung (Hellenískur kveðskapur)
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.