Sameining Þýskalands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Endursameining Þýskalands)
Jump to navigation Jump to search
Skipting Þýskalands 1949.
„Sameining Þýskalands“ getur einnig átt við stofnun Þýskalands árið 1871.

Sameining Þýskalands (þýska: Deutsche Wiedervereinigung) átti sér stað 3. október 1990 þegar land sem áður heyrði undir ríkið Austur-Þýskaland var innlimað í Vestur-Þýskaland og ríkin tvö þannig aftur sameinuð í eitt Þýskaland, 41 ári eftir að þau höfðu formlega verið búin til úr hernámssvæðum Bandamanna og Sovétmanna í kjölfar ósigurs Þriðja ríkisins í Síðari heimsstyrjöldini. Sameiningin fór þannig fram að austurþýsku fylkin fimm; Brandenborg, Mecklenborg-Vorpommern, Saxland, Saxland-Anhalt, Þýringaland og (nýsameinuð) Berlín, kusu að ganga í þýska sambandsríkið samkvæmt grein 23 í stjórnarskrá Vestur-Þýskalands. Austur-Þýskaland var því ekki formlega sameinað við Vestur-Þýskaland sem ein heild.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi sögugrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.