Fara í innihald

Einar Ágúst Víðisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 26. maí 2020 kl. 11:35 eftir Wolverène (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. maí 2020 kl. 11:35 eftir Wolverène (spjall | framlög) (?)
Einar Ágúst
Fæddur
Einar Ágúst Víðisson

13. ágúst 1973 (1973-08-13) (50 ára)
StörfSöngvari, trúbador, fjölmiðlamaður, auglýsingagerð
TrúBahá'í
VefsíðaSpotify: https://open.spotify.com/artist/4VvkncSfFc9IA2vT7qIFo1?si=FptLqIzyR2Kwvdg-U77QMw

Einar Ágúst Víðisson (fæddur 13. ágúst 1973) er íslenskur söngvari, trúbador og útvarpsmaður. Hann varð þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Skítamórall (Skímó).

Einar hefur sungið og gefið út lög með hljómsveitunum Pöpunum ( Papar (hljómsveit) ) og Greifunum.

Hann tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2000 sem annar helmingur dúettsins Einar Ágúst & Telma. Dúettinn keppti fyrir hönd Íslands með laginu „Tell Me!“. Þau lentu í 12. sæti af 24 með 45 stig.

Hann sigraði með laginu Beint í hjartastað eftir Grétar Örvarsson úr Stjórninni með texta Ingibjargar Gunnarsdóttur, Landslag Bylgjunnar og Stöðvar 2 árið 2001 í beinni útsendingu frá Broadway, Hótel Íslandi og svo fyrstu keppnina um Ljósanæturlagið í beinni útsendingu á Skjá 1 með lagið Velkominn á Ljósanótt árið 2002. Einar gaf út sólóplötuna ‘Það er ekkert víst að það klikki’ árið 2007.

Einar Ágúst hefur stórt húðflúr á hægri handlegg og hálsi ásamt mörgum öðrum minni.

  Þessi tónlistargrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.