Eduard Zeller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Eduard Zeller

Eduard Zeller (22. janúar 181419. mars 1908) var þýskur heimspekingur og fornfræðingur.

Merkasta rit hans er Philosophie der Griechen (1844-52). Hann hélt áfram að auka við ritið og beturumbæta það í ljósi nýrra rannsókna. Síðasta útgáfa þess birtist árið 1902. Það var þýtt á flest evrópumál og hlaut viðurkenningu sem undirstöðurit um gríska heimspeki.

Náms- og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Zeller fæddist í Kleinbottwar í Württemberg í Þýskalandi og hlaut menntun sína við háskólann í Tübingen. Á námsárum sínum var hann undir miklum áhrifum Georg Wilhelm Friedrich Hegel. Árið 1840 varð hann Privatdozent í guðfræði við háskólann í Tübingen. Hann varð prófessor í guðfræði árið 1847 við háskólann í Berne og prófessor í guðfræði við háskólann í Marburg árið 1849. Stuttu seinna flutti hann sig yfir í heimspekideildina. Hann varð prófessor í heimspeki við háskólann í Heidelberg árið 1862 en fluttist til Berlínar árið 1872. Hann settist í helgan stein árið 1895.

Auk Philosophie der Griechen ritaði Zeller um guðfræði og heimspeki.

Helstu ritverk[breyta | breyta frumkóða]

 • Platonische Studien (1839)
 • Philosophie der Griechen (1844-52)
 • Die Apostelgeschichte kritisch untersucht (1854)
 • Entwickelung des Monotheismus bei den Griechen (1862)
 • Geschichte der christlichen Kirche (1898)
 • Geschichte der deutschen Philosophie seit Leibniz (1873)
 • Staat und Kirche (1873)
 • Strauss in seinen Leben und Schriften (1874)
 • Über Bedeutung und Aufgabe der Erkenntnisstheorie (1862)
 • Über teleologische und mechanische Naturerklärung (1876)
 • Vorträge und Abhandlungen (1865-84)
 • Religion und Philosophie bei den Römern (1866)
 • Grundriss der Geschichte der Griechischen Philosophie (1883)
 • Philosophische Aufsätze (1887).
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.