Fara í innihald

Dreypivökvun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dreypivökvun á vínekru í New Mexico árið 2002

Dreypivökvun er áveitutækni sem felst í því að láta vatn drjúpa hægt að rótum plantna annað hvort á yfirborð jarðvegs eða beint inn í rótarkerfið. Dreypivökvun var þekkt frá fornu fari þannig að leirpottar voru fylltir af vatni og grafnir í jörðu þannig að smám saman seitlaði úr þeim út í gróður umhverfis. Dreypivökvunartækni nútímans er upprunnin í Afganistan en árið 1866 gerðu vísindamenn tilraunir með ræktun þar með því að nota leirpípur sem voru bæði til framræslu og áveitu. Með tilkomu nútíma plastefna urðu miklar framfarir í dreypiræktun.

Hlutar í dreypiræktunarkerfi

Flest stór dreypiræktunarkerfi nota einhvers konar vatnssíur til að koma í veg fyrir að pípur stíflist af ögnum sem berast með vatni. Ný tækni gerir kleift að lágmarka stíflur í pípum. Þegar vatn úr veitukerfum er endurnýtt í áveitur er það í gegnum dreypivökvun því oftast er bannað í reglugerðum að sprauta með þannig vatni. Áburðargjöf í gegnum dreypiræktun fer oft þannig fram að áburðarefnum er blandað í vatnið. Einnig er illgresiseyði og hreinsiefnum veitt í gegnum dreypivökvun. Áburðargjöf með dreypivökvun nýtir áburð betur en venjulega úðun. Dreypivökvun getur sparar vatnsmagn sem þarf við ræktun. Dreypivökvun er mikið notuð á svæðum þar sem vatnsskortur er og í ræktun á kókóshnetum, trjárækt í pottum. Eins eru tegundir eins og vínber, banani, ber, sítróna, jarðarber, sykurrófa, baðmull, maís og tómatur oft ræktað með dreypiræktun.

Kostir dreypivökvunar eru að áburður og vatn nýtist vel, ekki þarf að hafa stalla í ræktun, ræktunarfletir mega vera óreglulegir, möguleiki er að nota endurnota vatn, hægt að halda raka í rótarkerfi eins og landrými leyfir, jarðvegstegund skiptir ekki eins miklu máli, uppblástur í lágmarki, hægt að stýra vatnsgjöf mjög nákvæmt, ekki þarf mikil vinnuafl, hægt að stýra og breyta vatnsmagni, ekki er úðað yfir plöntur og það heldur sjúkdómum í skefjum, oftast þarf minni þrýsting á vatni en við annars konar áveitutækni og þar með minni orkunotkun.

Ókostir dreypivökvunar eru m.a. að hún er dýr og stofnkostnaður mikill, vatnspípurnar geta stíflast ef ekki eru notaðar síur til að hreinsa vatnið.