Fara í innihald

Leir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leir.

Leir er fínkornótt set, úr smæstu kornum sem myndast við veðrun bergs, kornastærð minni en 0,002 mm. Hér á Íslandi er leir yfirleitt set úr jökulvatni. Leiragnir sökkva treglega eða ekki í vatni og gefa jökulvatni lit. Sé leir núinn milli fingurgóma finnst ekki fyrir kornum. Leir er ekki burðarhæft efni við mannvirkjagerð.

Ef leir drekkur í sig vatn bólgnar hann út, og um leið umraðast rafeindir á yfirborði agnanna, svo að hver ögn fær neikvæða heildar rafhleðslu. Leir er lokastig í veðrun fastra efna, og við frekari veðrun leysast efnin upp í sameindir.

Sumar leirtegundir breytast í fast efni við háan hita og eru mikilvægt hráefni í iðnaði. Meðal þess sem framleitt er úr leir er: