Fara í innihald

Devontímabilið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning af lífríkinu snemma á devontímabilinu

Devontímabilið er fjórða af sex tímabilum á fornlífsöld. Það hófst fyrir 416 ± 2,8 milljónum ára við lok sílúrtímabilsins og lauk fyrir 359,2 ± 2,5 milljónum ára við upphaf kolatímabilsins.

Fyrstu jurtirnar sem báru fræ mynduðust á landi og mynduðu stóra skóga, frumstæðir hákarlar urðu algengari en á sílúrtímabilinu og síð-ordóvisíumtímabilinu og fyrstu beinfiskarnir og holduggarnir birtust. Sumir holduggarnir þróuðu með sér fætur og skriðu á land sem ferfætlingar fyrir um 365 m.á. Síðdevonfjöldaútdauðinn hafði mikil áhrif á sjávarlíf nálægt lokum tímabilsins.

Nafn tímabilsins er dregið af Devonsýslu á Englandi þar sem jarðlög frá tímabilin voru fyrst könnuð.