Derry Girls

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Derry girls
Búið til afLisa McGee
HandritLisa McGee
LeikstjóriMichael Lennox
LeikararSaoirse-Monica Jackson

Louisa Harland

Nicola Coughlan

Jamie-Lee O'Donnell

Dylan Llewellyn
Höfundur stefsDolores O'Riordan Noel Hogan
Lokastef"Dreams" eftir the Cranberries
UpprunalandBretland
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða3
Fjöldi þátta13
Framleiðsla
FramleiðslaHat Trick Productions
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðChannel 4
Sýnt1. janúar 2018 –
Tenglar
IMDb tengill

Derry Girls eru breskir sjónvarpsþættir sem voru skapaðir af Lisu McGee og byggja á hennar eigin reynslu af að alast upp í Derry á Norður-Írlandi. Þættirnir voru frumsýndir þann 4. janúar 2018 á sjónvarpsstöðinni Channel 4 og urðu strax mjög vinsælir. Þættirnir gerast á tíunda áratugnum á tímum átakanna á Norður-Írlandi og segja frá fimm unglingum, þeim Erin, Orlu, Michelle, Clare og James. Derry girls eru framleiddir af Hat Trick Productions og eru teknir upp bæði í Derry og Belfast.

Söguþráður Derry Girls er að mestu leiti skáldskapur en þættirnir vísa þó oft til atburða sem áttu sér raunverulega stað á Norður-Írlandi. Þar á meðal má nefna vopnahlés tilkynningu IRA árið 1994 og heimsókn Bills og Hillary Clinton árið 1995. Þá er notast við gamalt myndefni sem sýnir írska stjórnmálamenn 10. áratugarins og birtast þeir þannig í sjónvarpi og útvarpi persónanna.

Fyrsta þáttaröðin var sýnd í janúar og febrúar 2018 og varð vinsælasta þáttaröð frá Norður-Írlandi síðan mælingar hófust árið 2002. Vegna velgengni fyrstu seríunnar var snemma ákveðið að gera aðra seríu og var hún sýnd í mars og apríl 2019. Þriðja serían var síðan áætluð til sýninga árið 2020 en vegna COVID-19 heimsfaraldursins þurfti að fresta tökum. Þriðja og síðasta serían var loks frumsýnd 12. apríl 2022.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þættirnir fjalla um Erin Quinn, frænku hennar Orlu, vinkonur þeirra Clare og Michelle og enskan frænda Michelle, James. Þau ganga öll í kaþólska stúlknaskólann Our Lady Immaculate College. Vinirnir lenda í hinum ýmsu ævintýrum og þá koma alls konar skemmtilegar persónur við sögu eins og foreldrar stelpnanna, Joe afi, skólastýran systir Michael, Colm frændi o.fl.

Persónur og leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Aðal leikarar[breyta | breyta frumkóða]

 • Saoirse-Monica Jackson: sem Erin Quinn. Ástríðufull og metnaðargjörn 16 ára stelpa sem hefur brennandi áhuga á bókmenntum. Hún er oft heldur sjálfumglöð en á sama tíma mjög upptekin af því hvernig aðrir líta á hana.
 • Louisa Harland: sem Orla McCool. Hún er 15 ára sérvitur frænka Erin. Þó það komi aldrei fram í þáttunum er líklegt að Orla sé á einhverfurófinu.
 • Nicola Coughlan: sem Clare Devlin. Greind, námfús og oft rödd skynseminnar í genginu. Í lok fyrstu seríu kemur hún út úr skápnum sem lesbía.
 • Jamie-Lee O'Donnell: sem Michelle Mallon. Villta stelpan í hópnum sem kemur vinum sýnum oft og iðulega í vandræði. Hefur mikinn áhuga á kynlífi, áfengi og eiturlyfjum.
 • Dylan Llewellyn: sem James Maguire. Enskur frændi Michelle sem hefur alist upp í London en kemur til að búa hjá frænku sinni í Derry í fyrsta þætti. Þrátt fyrir að skólinn sem stelpurnar ganga í sé einungis fyrir stúlkur fær James inngöngu og er eini karlkyns nemandi skólans. Persónur þáttana, sérstaklega frænka hans Michelle, gera stöðugt grín af James fyrir að tala og hegða sér eins og englendingur.
 • Tara Lynne O'Neill: sem Mary Quinn. Móðir Erin og Önnu. Eiginkona Gerry sem hún hefur verið gift í 17 ár. Eldri systir Söruh og dóttir Joe.
 • Tommy Tiernan: sem Gerry Quinn. Eiginmaður Mary og faðir Erin, hann er frá Írlandi, s.s. ekki norður hlutanum. Hann gegnir ótilgreindu starfi þar sem hann ekur bíl og á í stormasömu sambandi við tengdaföður sinn, Joe.
 • Kathy Kiera Clarke: sem Sarah McCool. Móðir Orlu og yngri systir Mary. Hún er ljúf en vitlaus og er mjög upptekin af útliti sínu og annarra.
 • Ian McElhinney: sem Joe McCool. Faðir Mary og Söruh, og móðurafi Erin og Orla. Eftir að eiginkona hans dó flutti hann inn til Quinn-hjónanna. Joe sýnir ekkert nema fyrirlitningu gagnvart Gerry, gagnrýnir hann stöðugt og er alltaf að hvetja Mary til að yfirgefa hann.
 • Siobhán McSweeney: sem systir Michael. Hún er skólastjóri Our Lady Immaculate College og stjórnar skólanum af ákafa. Hún er nunna en lítur á það frekar sem starf heldur en köllun frá Guði. Hún hefur ekki miklar mætur á prestum og grínast stundum með það að hún hafi gerst nunna til þess að fá frítt húsnæði.

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

 • Ava Grace McAleese og Mya Rose McAleese: sem Anna Quinn litla systir Erin.
 • Leah O'Rourke sem Jenny Joyce, formaður nemendafélagsins og kennarasleikja sem stelpurnar fyrirlíta. Hún er úr ríkri fjölskyldu og býr í stóru húsi.
 • Beccy Henderson: sem Aisling, besta vinkona Jenny
 • Claire Rafferty: sem ungfrú Mooney, staðgengill systur Michael
 • Amelia Crowley: sem Deirdre Mallon, móðir Michelle og móðursystir James, sem er hjúkrunarfræðingur.
 • Kevin McAleer: sem Colm McCool, bróðir Joe og föðurbróðir Mary og Söruh. Hann er þekktur fyrir að segja óendanlega langar sögur í þunglamalegum stíl og með mörgum útúrdúrum. Fjölskylda hans forðast hann eins mikið og er hægt.
 • Paul Mallon: sem Dennis, ágengur eigandi sjoppunnar sem vinirnir heimsækja gjarnan.
 • Philippa Dunne: sem Geraldine Devlin, móðir Clare.
 • Peter Campion: sem séra Peter, ungur prestur sem flestar stúlkurnar (og James) eru skotnar í.
 • Jamie Beamish: sem Ciaran, kærasti Söruh sem vinnur í ljósmyndabúð.
 • Robert Calvert: sem Jim, nágranni Quinn-hjónanna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]