Channel 4
Channel 4 er breskt almannaútvarp sem stofnað var 2. nóvember 1982. Þó að Channel 4 fjármagni sjálft sig er hún í raun í opinberri eigu. Upprunalega var það dótturfyrirtæki Independent Broadcasting Authority (IBA) en nú er það í eigu almannafyrirtækisins Channel Four Television Corporation sem stofnað var árið 1990 og hóf vinnslu árið 1993. Við skiptingu í stafrænt sjónvarp í Wales þann 31. mars 2010 varð Channel 4 sent út um landið allt í fyrsta sinn.
Stöðin var stofnuð til þess að keppa við tvær sjónvarpstöðvar ríkisútvarpsins BBC (BBC1 og BBC2), og almannaútvarpið ITV. Hægt er að ná í Channel 4 næstum um landið allt og í öðrum nærliggjandi löndum. Markaðshlutdeild er alveg stór þó að sé keppið mikið við fyrirtækið í kapalsjónvarpi, gervihnattasjónvarpi og stafrænu sjónvarpi.
Aðalfréttaþulur stöðvarinnar, Jon Snow, nýtur mikillar virðingar í breskum fjölmiðlaheimi.[heimild vantar]