Fara í innihald

DNA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Deoxýríbósakjarnsýra)
Myndin sem sýnir gormlaga byggingu DNA-sameindarinnar.

DNA (skammstöfun á enska heitinu deoxyribonucleic acid, á íslensku deoxýríbósakjarnsýra) er kjarnsýra sem myndar erfðaefni í öllum lífverum og sumum veirum. Hún er mynduð úr tveimur þráðum línulegra fjölliða af deoxýríbókirnum sem vefjast hvor um annan og mynda þannig form sem minnir á hringstiga. Röð kirnanna myndar kóða sem fruman getur lesið úr allar þær upplýsingar sem hún þarf til að sinna starfsemi sinni og hafa stjórn á einstökum lífefnafræðilegum ferlum. Gen eru DNA-bútar, sem geyma arfbærar uppýsingar um samsetningu prótína eða virkra RNA-sameinda. Stýrlar eru DNA-bútar sem stjórna því hvenær gen undir þeirra stjórn eru tjáð. Inni í frumum er DNA-sameindunum pakkað saman, með próteinum, í stórar einingar sem kallast litningar. Litningar eru mismargir í mismunandi lífverum (í mönnum eru 46 litningar) og samanlagt mynda þeir erfðamengi lífverunnar. Í heilkjörnungum er DNA-ið inni í kjarna frumunnar en í dreifkjörnungum er það í umfryminu.

Þegar fruma skiptir sér er allt DNA-ið í frumunni eftirmyndað því nýju dóttur-frumurnar þurfa báðar að innihalda alla litninga lífverunnar. Í DNA eftirmyndun eru þræðirnir tveir aðskildir og nýjir þræðir myndaðir við þá báða. Nýju þræðirnir eru nákvæm eftirmynd gömlu þráðanna því ensímið DNA-pólýmerasi sér um að para rétta basa við gömlu þræðina.

  • „Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?“. Vísindavefurinn.