David Devaney
David Devaney | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | David Allen Devaney | |
Fæðingardagur | 30. maí 1955 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1972–1974 | Njarðvík | |
1 Meistaraflokksferill |
David Allen Devaney (fæddur 30. maí 1955 í Reykjavík) er íslensk-bandarískur fyrrum körfuknattleiksmaður.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]David lék í efstu deild karla með Njarðvík tímabilið 1972–1973 og var meðal bestu manna deildarinnar. Í mars 1973 skoraði hann 49 stig á móti Þór Akureyri.[1] Hann varð þriðji hæstur í heildarstigum í deildinni með 280 stig, á eftir Þóri Magnússyni (306 stig) og Bjarna Gunnari Sveinssyni (285 stig). David var þó með hæsta meðalskorið í deildinni, 31,1 stig, en sökum meiðsla spilaði hann í einungis 9 af 14 leikjum Njarðvíkur.[2] Hann leiddi deildina í vítanýtinguna, en hann setti niður 81,8% af vítaskotum sínum.[3][4]
8. september 1973 lék hann með Njarðvík í 72–86 tapi þeirra á móti KR í Bikarkeppni KKÍ en eftir það hélt hann til Bandaríkjana í nám samhliða því að spila með háskólaliði í Flórída.[5] Hann lék á ný með Njarðvík í janúar 1974 er hann var staddur á landinu í leyfi. Þann 5. janúar tryggði hann Njarðvík 2 stiga sigur á Íþróttafélagi Stúdenta með tveimur vítum þegar 12 sekúndur voru eftir. Alls skoraði hann 30 stig í leiknum.[6][7]
Tölfræði í efstu deild
[breyta | breyta frumkóða]Tímabil | Lið | Leikir | Stig | Stig/leik |
---|---|---|---|---|
1973 | Njarðvík | 9 | 280 | 31,1 |
1974 | Njarðvík | 1 | 30 | 30,0 |
Samtals | 10 | 310 | 31,0 |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skapti Hallgrímsson (2001). Leikni framar líkamsburðum. Körfuknattleikssamband Íslands. bls. 145. ISBN 9979-60-630-4.
- ↑ „Þá kviknaði smá von“. Morgunblaðið. 9. Maí 1973. Sótt 23. júlí 2018.
- ↑ „Lokastaðan“. Morgunblaðið. 25. apríl 1973. Sótt 23. júlí 2018.
- ↑ „Mikil harka í leikjunum“. Morgunblaðið. 9. maí 1973. bls. 31. Sótt 10. janúar 2023.
- ↑ „Úrslitin í kvöld“. Morgunblaðið. 3. janúar 1974. Sótt 23. júlí 2018.
- ↑ „UMFN vann ÍS“. Morgunblaðið. 8. janúar 1974. Sótt 23. júlí 2018.
- ↑ „Ofsa barátta í Njarðvík“. Vísir. 7. janúar 1974. Sótt 23. júlí 2018.