Dashiell Hammett

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samuel Dashiell Hammett (27. maí 189410. janúar 1961) var bandarískur rithöfundur sem varð frægur fyrir harðsoðnar leynilögreglusögur. Meðal frægustu bóka hans er Möltufálkinn um leynilögreglumanninn Sam Spade. Hann barðist í Fyrri heimsstyrjöldinni og fékk þá spænsku veikina og síðar berkla sem áttu eftir að hrjá hann það sem eftir var ævinnar. Eftir stríðið vann hann við ýmis störf, meðal annars á leynilögreglustofu, drakk mikið og byrjaði að skrifa. Skáldsögur hans komu út 1929 til 1934 en eftir það hætti hann skrifum og helgaði sig starfi fyrir vinstrihreyfinguna í Bandaríkjunum. 1937 gekk hann í Bandaríska kommúnistaflokkinn. Í síðari heimsstyrjöldinni tókst honum að komast í herinn, þrátt fyrir veikindi, og var liðþjálfi í bandaríska hernum alla styrjöldina. Við upphaf Kalda stríðsins á McCarthy-tímabilinu lenti hann á svörtum lista þar sem hann neitaði að gefa upp nöfn annarra meðlima í kommúnistaflokknum.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.