Dalalíf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dalalíf (kvikmynd))
Dalalíf
LeikstjóriÞráinn Bertelsson
HandritshöfundurÞráinn Bertelsson
Ari Kristinsson
FramleiðandiJón Hermannsson
Nýtt líf sf
LeikararEggert Þorleifsson
Karl Ágúst Úlfsson
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir
Sigurður Sigurjónsson
Frumsýning1984
Lengd83 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkKvikmyndaeftirlit Ríkisins L
UndanfariNýtt líf
FramhaldLöggulíf

Dalalíf er kvikmynd frá 1984[1], önnur myndin í þríleik Þráins Bertelssonar um Þór og Danna. Í þessari mynd fara þeir í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þór og Danni eru komnir aftur frá Vestmannaeyjum, slyppir og snauðir. Kaupmaðurinn á horninu er hættur að skrifa hjá þeim og hungurvofan á næsta leiti. Af óbilandi bjartsýni taka þeir því að sér að reka stórbú í Kjósinni meðan bóndinn bregður sér í bændaferð til Noregs. Þeir félagar þreytast þó fljótt á venjulegum bústörfum og auglýsa þess í stað "Dalalífsvikur" fyrir borgarbúa - og þar fer af stað einhver sú alfyndnasta atburðarrás sem sést hefur í íslenskri kvikmynd.

Veggspjöld og hulstur[breyta | breyta frumkóða]

Sama hönnun var notuð á DVD hulstrinu og upprunalega veggspjaldi. Þráinn Bertelsson var ekki nógu sáttur með það, og fór með það í blöðin að hann ætti höfundarrétt á veggspjaldinu og að Sena hafi notað það án hans leyfis.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Dalalíf“. Kvikmyndavefurinn.
Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.