Ari Kristinsson
Jump to navigation
Jump to search
Ari Kristinsson (f. 16. apríl 1951) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður sem aðallega hefur fengist við kvikmyndatöku, en hefur líka leikstýrt barnamyndunum Stikkfrí (1997) og Pappírspésa (1990).
Ari hefur í gegnum árin tekið upp mikið af kvikmyndum eftir Friðrik Þór Friðriksson, meðal annars kvikmyndum á borð við Börn náttúrunnar, Bíódagar, Djöflaeyjan, Mamma Gógó og Á Köldum klaka.