Fara í innihald

Dísartré

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dísartré
Blóm og laufblöð dísartrés (Azadirachta indica)
Blóm og laufblöð dísartrés (Azadirachta indica)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættkvísl: Azadirachta
Tegund:
A. indica

Tvínefni
Azadirachta indica
A.Juss., 1830[1]
Samheiti
  • Azadirachta indica var. minor Valeton
  • Azadirachta indica var. siamensis Valeton
  • Azadirachta indica subsp. vartakii Kothari, Londhe & N.P.Singh
  • Melia azadirachta L.
  • Melia indica (A. Juss.) Brandis
Dísartré
Stórt dísartré

Dísartré (fræðiheiti Azadirachta indica) einnig nefnt neem tré eða nimtré er tré af mahogany ættinni Meliaceae. Það er ein tveggja tegunda af Azadirachta og er frá Indlandsskaga (Indland, Nepal, Pakistan, Bangladesh, Sri Lanka og Maldíveyjar). Það vex í hitabeltisloftslagi. Neem tré vaxa einnig á eyjum í suðurhluta Íran. Neem olía er unnin úr ávöxtum og fræjum dísartrés. Dísartré vex hratt og getur náð 15-20 m hæð en sjaldan orðið allt að 35-40 m há. Dísartré er sígrænt en getur fellt lauf í miklum þurrkum. Greinar eru langar og krónan umfangsmikil og þétt. Ummál stofns getur orðið 15-20 m á gömlum trjám. Dísartré líkist mjög tegundinni Melia azedarach.

Dísartré þolir þurrk sérstaklega vel og getur vaxið þar sem árleg úrkoma er undir 400 mm en við slíkar aðstæður er tréð háð grunnvatni. Dísartré þrífst þar sem meðalhitastig er 21–32 °C. Það þolir mjög hátt hitastig en þolir ekki ef kuldi fyrir niður fyrir 4 °C. Dísartré er eitt af fáum trjám sem mynda skugga sem þrífst á þurrkasvæðum við strönd Indlands og Pakistans. Á Indlandi og á hitabeltisvæðum þar sem fólk af indverskum uppruna býr er algengt að sjá dísartré notuð til að varpa skugga sem götutré, umhverfis musteri, skóla og opinberar byggingar og í bakgörðum almennings. Á mjög þurrum svæðum eru dísartré gróðursett á stóru landsvæði.

Laufblöð
Börkur
Fræ
Kvistir til sölu
Ávextir þurrkaðir fyrir olíuframleiðslu


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „ThePlantList“. Missouri Botanical Garden. Royal Botanic Gardens, Kew.


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.