Curtis Carter

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Curtis Carter
Upplýsingar
Fæðingardagur s.1950
Fæðingarstaður    Bandaríkin
Hæð 2.07 m
Leikstaða Miðherji
Háskólaferill
19??-1971 Bishop College
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1975–1976 KR

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 29. júlí 2018.

Curtis "Trukkurinn" Carter (fæddur s.1950) var bandarískur körfuknattleiksmaður sem gerði garðinn frægan með KR tímabilið 1975-1976. Hann og Jimmy Rogers, sem samdi við Ármann sama haust, voru fyrstu erlendu atvinnumennirnir í körfubolta hér á landi. Koma þeirra hleypti nýju lífi í körfuboltann á Íslandi en tilþrif þeirra og litríkir persónuleikar juku áhugan og umfjöllun á körfuboltans og voru þeir tíðir gestir á blaðsíðum dagblaða landsins.[1][2][3]

Ferill á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Carter, sem var valinn af Phoenix Suns í NBA nýliðavalinu árið 1971, gekk til liðs við KR haustið 1975, 25 ára að aldri, eftir að hafa spilaði í Mexíkó og Svíþjóð tímabilin á undan,[4] og vakti strax mikla athygli fyrir kraftmiklar troðslur.[5] Þann 11. nóvember, í leik á milli KR og Vals, fékk hann viðvörun og seinna tæknivillu fyrir að troða boltanum ítrekað í körfuna, eitthvað sem var ekki leyft samkvæmt reglunum á þeim tíma. Menn höfðu einnig áhyggjur af því að víravirkið sem hélt körfunum í loftinu myndi ekki þola troðslur hans til lengdar.[6]

Forsíða Dagblaðsins 17. desember 1975

Fyrsti leikurinn á milli Carter og Rogers var 16. desember og var beðið með mikilli eftirvæntingu.[7] Leikurinn olli ekki vonbrigðum, var æsispennandi og endaði 85-81 Ármanni í vil. En þegar einungis 54 sekúndur voru eftir af leiknum, og staðan jöfn 81-81, þá lenti Carter saman við Rogers og sló hann hnefahöggi í gólfið.[8][9][10] Ljósmyndari Dagblaðsins náði mynd af högginu og endaði það á forsíðu blaðsins daginn eftir[11] ásamt því sem fyrirsögnin á frétt Þjóðviljas hljóðaði "Jimmy vann einvígið — Trukkur hnefaleikana".[12] Báðir leikmennirnir fengu eins leiks bann fyrir slagsmálin frá aganefnd KKÍ og var hótað með 6 leikja banni ef þeir fengju aðra brottvísun. Dómurinn var talsvert gagnrýndur, bæði þar sem hann þótti of stuttur auk þess að hótunin um 6 leikja bann fyrir annað brot, sem myndi líklegast enda feril þeirra hér á landi, átti bara við um þá en ekki aðra leikmenn. Töldu menn hætta á að andstæðingar þeirra myndu reyna að æsa þá upp í tilraun til að fá dómarana til að vísa þeim af velli.[13]

Í lok tímabilsins var það Rogers sem stóð á toppnum en Ármann tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sigrað KR í síðasta leik tímabilsins á meðan KR endaði í þriðja sæti, á eftir ÍR í öðru sæti. Carter stóð hins vegar uppi sem stigakóngur deildarinnar með nýju deildarmeti, 451 stigi í 13 leikjum, en á eftir honum fylgdu Rogers með 365 stig og Kristján Ágústsson hjá Snæfelli með 337 stig.[14][15]

Tölfræði í efstu deild[breyta | breyta frumkóða]

Tímabil Lið Leikir Stig Stig/leik
1975-76 KR 13 451 34,7
Samtals 13 451 34,7

Afrek[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Við erum beztir“. Morgunblaðið. 9. desember 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  2. „Vallarstarfsmenn fyrstu meistararnir“. Fréttablaðið. 7. nóvember 2008. Sótt 29. júlí 2018.
  3. Stefán Kristjánsson (27. febrúar 1988). „Bylting í körfunni“. Dagblaðið Vísir. Sótt 29. júlí 2018.
  4. „KR fær líka risa“. Morgunblaðið. 16. september 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  5. "Trukkurinn" vakti mikla hrifningu“. Tíminn. 14. október 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  6. „Trukkurinn var að brjóta niður húsið!“. Vísir. 24. nóvember 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  7. Björn Blöndal (16. desember 1975). „Blökkumannaslagur í Höllinni í kvöld“. Vísir. Sótt 29. júlí 2018.
  8. „Trukkur KR-inga vildi hnefaleika í lokin“. Alþýðublaðið. 17. desember 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  9. „Blökkumennirnir létu hnefa semja sátt en Ármenningar sigruðu í leiknum 85 - 81“. Morgunblaðið. 18. desember 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  10. „Blóðug slagsmál á milli blökkumannanna“. Vísir. 17. desember 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  11. „Risaslagur í Laugardalshöll“. Dagblaðið. 17. desember 1975. bls. 1, 12–13. Sótt 29. júlí 2018.
  12. „Jimmy vann einvígið — Trukkur hnefaleikana“. Þjóðviljinn. 18. desember 1975. Sótt 29. júlí 2018.
  13. „Bannmálið dregur dilk á eftir sér“. Morgunblaðið. 17. janúar 1976. Sótt 29. júlí 2018.
  14. Kjartan L. Pálsson (29. mars 1976). „Ármann braut einveldi ÍR og KR!“. Vísir. bls. "12". Sótt 29. júlí 2018.
  15. Kjartan L. Pálsson (2. apríl 1976). „Trukkurinn með tvenn verðlaun!“. Vísir. bls. "12". Sótt 30. júlí 2018.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]