Kóbolt
Útlit
(Endurbeint frá Co)
Járn | Kóbolt | Nikkel | |||||||||||||||||||||||
Ródín | |||||||||||||||||||||||||
|
Kóbolt eða kóbalt er frumefni með efnatáknið Co og er númer 27 í lotukerfinu.
Almennir eiginleikar
[breyta | breyta frumkóða]Kóbolt er hart, silfurhvítt járnsegulefni. Það er oft tengt nikkel og bæði efnin einkenna loftsteinajárn. Spendýr þarfnast smárra skammta af Kóboltsöltum til að lifa. Kóbolt-60, sem er geislavirk samsæta þess, er mikilvægt sporefni og var notað við geislameðferð krabbameins. Kóbolt hefur tvo þriðju segulleiðni járns.
Algeng oxunarstig kóbolts eru +2 og +3 og jafnvel +1.
Notkun
[breyta | breyta frumkóða]- Í málmblöndur
- Í ýmsa hluta þotuhreyfla.
- Tæringar- og slitþolnar málmblöndur.
- Háhraðastál.
- Steypta karbíða og demantatól.
- Í segulstál og segulmagnaða upptökumiðla:
- Alnico segulstál.
- Sem hvati í olíu- og efnaiðnaði.
- Í rafhúðun sökum útlits, hörku og oxunarviðnáms.
- Sem þerringarefni í málningu, lakk og blek.
- Sem undirlag fyrir glerung á postulíni.
- Litarefni (kóboltblár og kóboltgrænn).
- Rafskaut rafhlaðna.
- Styrking í dekk.
- Kóbolt-60 hefur mörg not sem uppspretta gammageislunar
- Við geislalækningar.
- Við dauðhreinsun.
- Það er notað í gegnumlýsingu í iðnaði til að finna samsetningargalla í málmhlutum.
Co-60 er nytsamlegt sem uppspretta gammageisla að hluta til því að það getur verið framleitt í þekktum stærðum og í mjög stórum stíl með því að láta nifteindir dynja á náttúrulegu Kóbolti í kjarnaofni í ákveðinn tíma.