Fara í innihald

Geislalækningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geislalækningar

Geislalækningar eru aðferð í læknisfræðum til að meðhöndla sjúklinga með jónandi geislun. Geislavirk efni og eindahraðlar eru notaðir við geislameðferð á krabbameinum.

Algengustu tegundir geislalækninga eru ljóseinda-, rafeinda- og róteindageislun. Þær eru nýttar við mismunandi aðstæður til geislalækninga krabbameins. Geislun er ýmist straumur efniseinda (rafeinda,róteinda o.s.frv.) sem ferðast með hreyfiorku og hafa massa eða straumur ljóseinda sem hafa ekki massa. Röntgengeislun er jónandi geislun sem er notuð til lækninga og til að greina sjúkdóma.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]