Philly cheesesteak
Ostakjötloka eða cheesesteak, þekkt utan Philadelphiu sem Philadelphia cheesesteak, Philly cheesesteak eða steak and cheese er samloka með þunnum sneiðum af steiktu nautakjöti og osti. Ostakjötlokan varð til í Philadelphiu árið 1930 og er talin einkennandi fyrir borgina.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Pat Olivieri er sagður hafa fundið upp ostakjötlokuna þegar hann setti sneitt nautakjöt í brauð. Hann hóf að selja þennan nýja mat í pylsustandi sínum. Maturinn varð svo vinsæll að Olivieri opnaði eigið veitingahús árið 1930. Veitingahúsið er enn til og heitir nú Pat's King of Steaks.
Á vefsíðu veitingahússins kemur fram að upphaflega hafi samlokan verið nefnd „steak sandwich“ (kjötloka) (ekki „cheesesteak“) en „eftir því sem tíminn leið vildu bæði starfsmenn og viðskiptavinir breytingu ... osti var bætt við.“[1] Joe Vento hjá Geno's heldur því fram að hann hafi verið fyrstur til þess að bæta við osti.[2]
Ostur
[breyta | breyta frumkóða]Amerískur ostur, provolone og cheez whiz eru þrjár megintegundir osts sem notaðar eru í ostakjötlokur. Svissneskur ostur og cheddar eru stundum notaðir og flestir staðir sem selja einnig pizzur bjóða einnig upp á mozzarella ost. Ostakjötlokur eru einnig fáanlegar án osts og kallast þá einfaldlega kjötlokur (steak sandwich).
Pöntunarvenjur
[breyta | breyta frumkóða]Á stöðum sem selja ostakjötlokur í Philadelphiu eru sérstök hefð fyrir því hvernig ostakjötlokur eru pantaðar. Einkum þarf að taka fram hvers konar ost maður vill fá og hvort maður vill pönnusteiktan lauk á samlokuna eða ekki. Venjan er að panta „wit“ ef maður vill lauk en „witout“ vilji maður sleppa lauknum. Til dæmis segir maður „I'd like a provolone wit,“ vilji maður panta ostakjötloku með provolone osti og lauk.[3] Venjan er að biðja um aukaálegg síðast, svo sem steikta sveppi eða papríku, t.d. „I'd like an American witout and peppers.“ Sumir ostakjötlokustaðir taka ekki við pöntunum nema hefðirnar séu virtar. Staðir sem selja ýmiss konar mat, svo sem pizzur og annan skyndibita, auk ostakjötlokanna fylgja yfirleitt ekki þessum hefðum.
Ostapólitík
[breyta | breyta frumkóða]Í forsetakosningunum árið 2004 fór frambjóðandi demókrata, John Kerry á Pat's Steaks í suðurhluta Philadelphiu og gerðist sekur um að panta ostakjötloku með svissneskum osti. Að því er fram kom í Philadelphia Daily News, „flissuðu fréttamenn“ því „í Philadelphiu er það að panta svissneskan ost á ostakjötloku eins og að halda með Dallas á Eagles leik. Þetta er ekki bara pólitísk ranghugsun, heldur getur þetta einnig leitt til þess að maður fái á baukinn.“[4]
Frægir veitingastaðir
[breyta | breyta frumkóða]Af öllum ostakjötlokustöðum Philadelphiu eru Pat's og Geno's Steaks langfrægastir. Þessir frægu keppinautar eru hvor sínum megin götunnar á 9. götu og Passayunk Avenue í suðurhluta Philadelphiu.
Pat's King of Steaks
[breyta | breyta frumkóða]Pat's Steaks, stofnað 1930 af Pat Olivieri, er sagður fyrsti ostakjötlokustaðurinn. Hann er einkum þekktur fyrir að nota þunnt skorið nautakjöt ólíkt keppinautinum Geno's Steaks sem sker kjötið í grófari sneiðar.
Geno's Steaks
[breyta | breyta frumkóða]Geno's Steaks, stofnað 1966, er einn frægasti ostakjötlokustaður heims. Hann er þekktur fyrir að nota þykkari kjötsneiðar ólíkt keppinautinum Pat's Steaks sem sker kjötið í þynnri sneiðar.
Best of Philly verðlaunahafar
[breyta | breyta frumkóða]Eftirfarandi er listi yfir veitingastaði í Philadelphiu sem hafa unnið „Best of Philly“ verðlaunin fyrir ostakjötlokur.
- Deuce Restaurant & Bar: 2006[5]
- Tony Luke's: 2005[6]
- Chick's Deli: 2003[7]
- Chink's: 2002[8]
- Lorenzo's: 2002[9]
- Pat's King of Steaks: 2002[10], 2001[11]
- Geno's Steaks: 2000[12]
- Jim's Steaks: 1997[13]
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „The History of Pat's King of Steaks“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. ágúst 2007. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Sandwich Superheroes Philadelphia's cheese-steak kings have fought for more than 30 years. Now they can't imagine life without each other“ eftir David Whitford
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júlí 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ Philadelphia Daily News fréttin viðbrögð við Kerry.
- ↑ „Best of Philly 2006; Cheesesteaks; Philadelphia“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. október 2006. Sótt 26. desember 2006.
- ↑ „Best of Philly 2005; Cheesesteaks; Philadelphia“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Best of Philly 2003“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Best of Philly 2002“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Best of Philly 2002“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Best of Philly 2002“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Best of Philly 2001“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Best of Philly 2000“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
- ↑ „Best of Philly 1997“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2006. Sótt 21. júlí 2006.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Cheesesteak“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. júlí 2006.