Fara í innihald

Cheddar-ostur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cheddar
Upprunaland Fáni Englands England
Svæði, bær Cheddar, Somerset
Mjólk Kúa
Gerilsneyddur Oft
Áferð Hörð
Þroskunartími 3–60 mánuðir

Cheddar-ostur er ensk ostategund kennd við þorpið Cheddar í Somerset, Englandi. Osturinn er harður og fölgulur á litinn og gerður úr kúamjólk. Cheddar-ostur er vinsælasti osturinn í Bretlandi og nær sala hans yfir 51% af ostamarkaði landsins.

Eftirlíkingar af Cheddar eru algengar á Írlandi, í Bandaríkjum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Kanada. Osturinn hefur verið búinn til að minnsta kosti frá árinu 1170.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.